Fara í efni

SKÝRT VAL!

Brennivínssalan verður að uppistöðu til einokunarverslun, alveg einsog hún er nú og einsog mjólkin er, brauðið, kexið og þvottaefnið. Dreifingin er á örfáum höndum. Kaupmaðurinn á horninu er löngu liðin tíð.
Valið stendur því á milli ÁTVR annars vegar og Haga hins vegar og þá í framhaldinu, eigenda ÁTVR og eigenda Haga.
Ef við viljum að eigendur ÁTVR, sem erum við, almennir skattgreiðendur, hagnist, þá styðjum við áfengisdreifinguna einsog hún er nú. Ef við viljum að eigendur stórmarkaðanna græði þá náttúrlega styðjum við Heimdall og Haga.
Málið er sáraeinfalt!
Jóel A.