UM VERKFÖLL OG TRYGGINGAR

Sæll vertu Ögmundur.
Ég eins og flleiri horfi ég með hryllingi á deilu lækna við ríkið og þá ranghala sem myndast af sjúklingum með misalvarlega sjúkdóma vegna launadeilu við ríkið. Fréttablaðið birtir fret þess efnis að sveitarfélögin hafi náð samningi við FIH tónslistakennara þar sem samið er um 7.5% hækkun en læknum boðin 3%? Þess utan er hann afturvirkur frá 1 mars sem eru nýmæli þar sem þetta atriði hefur verið ófáanlegt við Samninganefnd ríkisins í öllum kjarasamningum svo ég viti til. Ég lagði til fyrir áratug síðan vegna samninga við LL sem eru vanalega 12-18 mánuðum á eftir öðrum og gilda aðeins frá undirskriftar degi að lögum um kjarasamninga verði breytt í þá veru að nýr kjarasamningur við sama stéttarfélag hafi upphafsdag frá fyrsta degi eftir að sá eldri rann sitt skeið og minnka þessa pressu á öllum og vinna þetta með vitrænum hætti. Mér var þá tjáð að það gengi gegn lögum um frjálsa kjarasamninga og gengi því ekki upp og það segir mér að stílfæra megi önnur lög að þessu nýmæli og það renni sitt skeið. Þetta er afskaplega óréttlátt að það sama gildi ekki hjá ríki og borg um gildistima launasamninga. Mikill fjöldi útlendinga koma hingað í aðgerðir vegna hagstæðs verðs en mér fyndist engin gustug að hver aðgerðarlæknir fengi ca.500 þús kr.bónus pr.aðgerð enda greiðist þetta af erlendum aðilum og ganga þarf harðara fram á tryggingar fyrir umönnun þeirra sem hingað koma slasaðir af heiðum ofan eða miðum og greiði sjúkraflug með þyrlu einnig sem tryggingafélag greiði. Nú er svo komið á Spáni á Benidorm amk.að samevrópska tryggingakortið er ekki gilt lengur við komu á sjúkrahús heldur greiðslukort með þeim orðum að fólkið sjálft innheimti þetta hjá sjúkratryggingum er heim er komið og leggi fram reikninga. Að lokum vil ég minnast á sem gamall löggukarl að sá dagur komi aldrei að almenna lögreglan vopnist við skyldustörf.
Þór Gunnlaugsson

Fréttabréf