Fara í efni

PENINGAR OG STJÓRNMÁL

Ég verð að segja að ég skil ekki alveg hluta af stjórnarandstöðunni sem gagnrýnir skuldaleiðréttinguna en sækir samt um hana! Það getur vel verið að þetta fólk hafi það gott fjárhagslega og gleðst ég þá með því. En það er líka til fólk sem fær 6 til 15 þúsund króna lækkun pr.mán.á afborgunum af lánum sínum og því munar um þá upphæð. Eru þessir þingmenn hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnaranstöðu kannski komnir úr takti við fólkið í landinu?  
Ég skil ekki af hverju fólk þarf allt í einu rafræn skilríki.  ég er búin að skila inn skattaskýrslu í mörg ár rafrænt með veflykilli frá skattstjóra og notaði hann einnig til þess að sækja um skuldaleiðréttingu. Af hverju er þessi lykill núna orðin ónothæfur?
Ég vil þakka þér fyrir baráttuna þína í Guðmundar og Geirfinnsmálinu. Þetta mál er skömm fyrir réttarkerfið okkar.
Ég velti fyrir mér stöðu borgarfulltrúa og hvert hlutverk þeirra er.
Hofsvallagötu ævintýrið kostaði borgarbúa 25 miljónir. Ég veit ekki til þess að nokkur maður hafi axlað ábyrgð í því máli. Hversu mörg mál er til í borgakerfinu hliðstæð þessu? Á fundi sem haldinn var í Hagaskóla út af þessu máli tók enginn borgarfulltrúi til máls. Þarna talaði einhver kona frá framkvæmdasviði og var hún mjög hissa á því að fundarmönum fyndist þetta illa farið með skattfé okkar. Hún taldi ekki þetta mikla peninga sem fóru í þessa tilraun. En hversu margar tilraunir og þar af leiðandi fé fer í svona tilraunir?  Er því kannski svo farið að embætismenn borgarinnar hafa orðið frjálsar hendur með að eyða skattfé borgarinnar.
Sigurbjörn Halldórsson