Fara í efni

SKILNINGI OFAR

Sæll Ögmundur.
Flott grein hjá þér um leiðréttinguna og Auðkenni. Eftir því sem mér skilst, þá sóttu yfir 80 þúsund manns frá yfir 100 löndum um leiðréttingu. Gerum nú ráð fyrir því þó nokkur fjöldi fólks búsett erlendis eigi rétt á leiðréttingu. Það gerir það að verkum að allt þetta fólk þarf að gera sér sérstaka ferð til Íslands og verða sér út um rafræn skilríki. Veist þú hversu langur fresturinn til að staðfesta á að vera? Það er ofar mínum skilningi að ekki verði hægt að staðfesta með veflykli rsk alveg eins og hægt var að sækja um.
Mbkv.
Smári

Þakka bréf. Þekki ekki tímasetningar.
Kv.,
Ögmundur