Fara í efni

SAMMÁLA SELFOSSRÆÐU

Ég er ánægður, Ögmundur, með þá nálgun að kjarasamningum sem þú lagðir til í ávarpi þínu á Selfossi 1. maí: „Ég er þeirrar skoðunar að í stað þess að krefjast hækkunar lægstu launa sé réttara að krefjast þess að innbyggt verði í alla samninga hvert skuli vera hlutfallið á milli hins lægsta og hins hæsta." Í því sambandi vil ég nefna þetta: Skv. Frjálsri verslun, 2. tbl. 2014, greiddu fyrirtækin í Kauphöllinni hátt í 10 milljarða króna í arð á sl. ári (bls. 22). Það eru 30.706 kr. á hvern Íbúa á Íslandi eða 126.936 kr. á hverja fjölskyldu. Meðallaun forstjóra þessara fyrirtækja voru 4,7 milljónir og höfðu hækkað um 7,2%. Laun bankastjóra stóru viðskiptabankanna hækkuðu að meðaltali um 32% milli ára og námu að meðaltali 3,1 milljón kr. á árinu 2013 (bls. 20). Árið 2012 þénuðu 16 stjórnarmenn í SA að meðaltali 3,2 milljónir kr. á mánuði (http://ingimarkarl.is/?p=7019). Það væri kannski ráð að undirbúa næstu kjarasamninga með hliðsjón af þessu. T.d. væri hægt að gefa sér þær forsendur að sanngjarnt væri að hafa þrefaldan tekjumun að hámarki í samfélaginu (eins og þú talar um í ávarpi þínu). Sumir mundu kannski segja það óþarflega mikið, en við getum nú byrjað með hógværð. Fyrir þrem árum var ég reyndar að spá í að kannski væri rétt að miða við að lágmarkstekjur væru um það bil 50% af tekjum framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Það hefði gert 882.500 kr. á mánuði. Sjá hér: http://notendur.centrum.is/einarol/lagmarkslaun.html