Fara í efni

NÁTTÚRUPERLUR VERÐI LÝSTAR ALMANNAEIGN

Ég er fylgjandi þeirri hugmynd að með lagasetningu verði allar helstu náttúruperlur landsins lýstar almannaeign undir eftirliti, vernd og umsjá opinberra aðila. Heimiluð verði gjaldtaka fyrir aðgengi að slíkum stöðum eftir því sem þurfa þykir vegna eðlilegs viðhalds á hverjum stað og þeirra framkvæmda sem nauðsynlegar eru vegna miðlunar upplýsinga og kynninga, aðgengis ferðamanna um viðkomandi svæði, salernisaðstöðu og þess háttar. Mér segir svo hugur um að slík gjaldtaka á vegum opinbers aðila, til dæmis í formi náttúrupassa, verði almennum borgurum frekar að skapi en greiðslur til einkaaðila (núverandi „eigenda“) enda verði afrakstri gjaldtökunnar eingöngu ráðstafað til ofangreindra framkvæmda og kostnaðar við innheimtuna. Helstu náttúruperlur þjóðarinnar liggja undir skemmdum vegna ágangs og aðstöðuleysis. Ekki verður séð að unnt sé að ráða bót á ástandinu nema með því að aflað sé fjár til verndar þeirra.
Sigvaldi Friðgeirsson

Sæll Sigvaldi og þakka þér bréfið. Ég er sammála þér í meginatriðum en er þó algerlega á móti náttúrpassa. Síðan tel ég orðum ofaukið tal um skemmdir á náttúruperlunum. Á þessu er hamrað til að réttlæta gjaldtöku. Við Geysi eru ágætir stígar þótt eflaust megi eitthvað bæta þar. Fjárfestinigin sem landeigendur þurftu að standa straum af kostnaði við voru posatækin og rukkunarfólkið. Við Kerið byggðu þeir rukkunarskúr og reistu giðringar sem eru til óprýðis. Við Kerið var hins vegar engin hætta á ferðum.
Það sem víða vantar eru salerni - þau eru fyrir hendi við Geysi og vissulega þarf að vinna betur að stígagerð víða við náttúrperlur. Engin bráðahætta er þó á ferðum nema salernisskorturinn er raunbverulegur vandi.  Setjum komugjald í Leifsstöð og á Seyðsifirði og látum það renna óskert til náttúruvernar. Málið leyst.
Kv., Ögmundur