PREDIKAÐ GEGN RÁNYRKJU
Í guðþjónustu nú fyrir hádegið á rás 1 var mjög merkileg
prédikun séra Kristínar Þórunnar Tómasdóttur. Hún fjallaði um
nauðsyn náttúruverndar og að bera virðingu fyrir náttúrunni. Í stað
venjulegra blessunarorða í prédikunni bað hún guð allsherjar að
varðveita og blessa náttúruna fyrir ágangi rányrkjunnar og
skammsýnna sjónarmiða! Þetta er mjög óvenjulegt og þetta gerðist í
kirkju eins höfuðvígis afturhaldsins á Íslandi, Vídalínskirkju í
Garðabæ. Þessi prédikun ætti að vera skyldulesning eða
skylduhlustun allra landsmanna. Prédikunin var fremur einföld enda
ætluð æskunni en mjög ákveðin og einbeitt ádeila á rányrkju liðinna
ára. Góðar stundir!
Guðjón Jensson