ÓLEYFILEGAR SKOÐANIR?
Lofa þingmenn ekki að fylgja sannfæringu sinni? Ef þú styður
Þorleif og Dögun í sveitarstjórnarkosningunum, er þá ekki
heiðarlegt að ganga úr VG? Þú hefur aðeins eitt atkvæði eins og
allir aðrir. Þetta gerðu félagar þínir Jón Bjarnason, Lilja
Mósesdóttir, Hjörleifur Guttormsson o.fl. kjósendur fylgdu þeim að
vísu ekki, varla fjölskyldurnar einu sinni, en það er annað
mál.
Pétur
Sæll Pétur.
Þakka þér bréfið. Þetta er þín útlegging, þínar sögulegu skýringar
og svo náttúrlega tillögur. Ég hef sagt að mér fyndist afleitt
að missa Þorleif Gunnlaugsson úr borgarpólitíkinni. Hann hefur ljáð
fólki rödd sem enga hafði og vísa ég þar ekki síst til
útigangsmanna en einnig húnæðislausra og lágtekjufólks. Ef
þér finnst að ég megi ekki segja þetta þá erum við einfaldlega
ósammála - nema þú viljir kalla þetta óleyfilegar skoðanir.
Kv.,
Ögmundur