Fara í efni

HEILBRIGÐIS-MARKAÐURINN!

Það er rétt hjá þér að vesælt er að gera sér sjúklinga að gróðalind! Ég hef lesið um þessi áform fjárfestanna í blöðum yfir helgina, þar sem kemur fram að breyta á Broadway í lækna- og heilsumiðstöð. Hvergi vottar fyrir minnstu gagnrýni fjölmiðla. Meðal þeirra sem koma að þessari fjárfestingu eru lífeyrissjóðir í fjárfestingarfélaginu Kjölfestu. Í blaðinu Reykjavík er vitnað í framkvæmdastjóra þess félgs sem segir að þessi áfangi leiði saman "öfluga aðila á heilbrigðismarkaði og stuðli að "nýsköpun á þessu sviði." Undir fréttinni segir að fréttin sé fréttatilkynning.
En hvað var heilbrigðisráðherrann að gera þarna með fjárfestingafólkinu? Það er augljóst. Hann er fulltrúi greiðenda! Ásdís Halla Bragadóttir sem á EVU sagði einhvers staðar, heyrðist mér, að menn skyldu ekki hafa neinar áhyggjur því ríkið kæmi til með að borga þetta allt!
Er fjárfestingarfólkið sem sagt búið að taka yfir stefnumótunina?
Jóel A.