Fara í efni

MÓTMÆLI

Umdeildar ákvarðanir teknar af stjórnmálamönnum eru sjaldnast sérlega lýðræðislegar. Að knýja í gegn framkvæmdir sem ekki styðjast við meirihluta þjóðarinnar minna óneitanlega á valdboð einræðisherra fyrri tíma. Hanna Birna hefur sýnt af sér þá umdeildu djörfung að taka yfir alla stjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að handtaka mótmælendur. Þessi ákvörðun er vægast sagt mjög umdeild og nýtur hvergi stuðnings í lýðfrjálsu landi. Þessi ákvörðun hefur það í för með sér að lögreglunni sé stjórnað í þágu stórnmálaafla og er þá ekki ansi stutt í fasismann? Að siga lögreglunni tugum saman til að handtaka friðsaman hóp mótmælenda sem tekið hafa sér stöðu til varnar yfirgangi verktaka er vægast sagt mjög umdeillanlegt. Eg ætla að koma í hádeginu og mótmæla þessum fasisma sem nú er verið að innleiða í íslensku samfélagi. Hvet þig Ögmundur að leggja fram tillögu um að þáttur Hönnu Birnu verði rannsakaður. Þó svo hún sé sem ráðherra yfirmaður lögreglunnar þá ber henni sem öðrum að fara hóflega með vald sitt. Með lögum skal land byggja en ólögum eyða. Nú er verið að framkvæma ólög sem ógna náttúru landsins og mannréttindum.
Baráttukveðjur úr Mosfellsbæ!
Guðjón Jensson

Tekið skal fram vegna tilvísunar í tímasetningar að bréf þetta var sent til síðunnar í gær. ÖJ