Fara í efni

ER STJÓRNAR-ANDSTÐAÐAN HUNSUÐ?

Er stjórnarandstaðan hunsuð? Í kvöld voru 4 viðtöl við ráðherra: Eitt við hvort tveggja Eygló Harðardóttur og Gunnar utanríkisráðherra og tvö löng viðtöl við Bjarna Benediktsson. Þá var sýnt langt skeið af þingfundi þar sem Sigmundur Davíð var að tala. Engin viðtöl við stjórnarandstöðuna, er litið svo á að hún sé ekki til? Á tímum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var Sigmundur Davíð yfirleitt í öllum fréttatímum. Nú er öldin önnur, - nú er það hægri höndin sem stjórnar, afturhaldið í allri sinni dýrð. Hvar er komið lýðræðinu á Íslandi? Eigum við aðeins að fá að hlusta á eina hlið þjóðmálanna? Góðar stundir.
Guðjón Jensson