Fara í efni

MÁLAMIÐLUN UM FLUGVÖLL?

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi alþingiskona,  skrifar grein í Fréttablaðið í dag og stingur upp á málamiðlunartillögu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Greinin er góð og málefnaleg. Hún segir réttilega að fólk eigi að hætta að ræðast við í skotgröfunum um þetta umdeilda málefni. Hægt sé að minnka flugvöllinn en þó viðhalda honum með því að lengja eina brautina út í Skerjafjörðin. Þar með skapaðist svigrúm fyrir byggingarland. Sjálf vil ég losna við flugvöllinn en auðvitað verður að reyna að finna niðurstöðu sem sátt er um.
Fríða G.