Fara í efni

HIN MIKLU MÁL Á ALÞINGI?

Þingmenn Pírata vilja að sögn ekki nota hugtökin háttvirtur og hæstvirtur á Alþingi. Sjá: http://www.dv.is/frettir/2013/9/14/tokum-okkur-ekki-sjalfkrafa-virdingartitil-sem-thjodinni-finnst-ekki-ad-vid-eigum-skilid/
Ég hef skilning á því en ekki hinu að finnast þetta vera yfirhöfuð eitthvert mál. Eru þetta hin miklu mál á Alþingi?Ég hef ekki séð orð af viti frá þessum flokki, bara þjark um formsatriði og síðan endalaust röfl um að þau séu tölvunördar og vilji hafa bankaleynd.
Þá vil ég frekar þingmenn sem segja háttvirtur og berjast fyrir einhverjum raunvelum þjóðfélagshagsmunum.
Jóhannes Gr. Jónsson