Fara í efni

EINSOG SPENNUSAGA

Í fyrsta skipti á ævinni bíð ég spenntur eftir fjárlögum. Þetta er að verða einsog magnaðasta spennusaga. Í fjárlögunum mun ríkisstjórnin nefnilega birta sinn innra mann - ekki þann sem við kynntumst í kosningunum heldur hvað hún raunverulega gerir þegar hún er komin með völdin.
Þetta skýrist í byrjun október. Mánuði seinna - í byrjun nóvember - á allt að liggja fyrir um lausn skuldavandans. Þessu var lofað. Ef það ekki gengur eftir verðum við vitni af mesta kosningasvindli síðari ára. Þar sem tveir stjórnmálaflokkar verða uppvísir af því að hafa logið sig inn í Stjórnarráðið. Það væri hvorki gott fyrir þá né stjórnmálin almennt.
Jóel A.