GENGUR VONUM FRAMAR AÐ...

Okkur er sagt að vel gangi í viðræðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknaflokksins um myndun ríkisstjórnar. Fundarstaðurinn var leynilegur. Það er táknrænt. En fjölmiðlar fundu út að fundað var í sumarbústað pabba annars þeirra Bjarna eða Sigmundar Davíðs við Þingvallavatn. Kannski líka táknrænt. Þeir standa einir í viðræðunum með ritara með sér. Táknrænt.
Þetta er allt að teiknast upp: Allt leynilegt og á bak við luktar dyr. Ekkert gagnsæi þar. Og síðan foringjarnir einir að ráðskast í kunnuglegum anda. Foringjaræði á bak við luktar dyr.
Og ekkert mál að ná saman um hvernig eigi að svíkja kosningaloforðin. Gengur vonum framar sagði Bjarni í fréttum.
Sunna Sara

Fréttabréf