Á AFTUR AÐ STELA ÍSLANDI?

Ég hélt að Framsókn væri búin að ganga í endurnýjun lífdagana. Svo er ekki, á leiðinni í spillingarsængina með Íhaldinu. Ég veit um fólk sem kaus Framsókn á nýjum forsendum og er nú miður sín. Sér ákefðina að komast að kjötkötlunum. Skyldu Ólafur í Samskip og Finnur í Frumherja byrjaðir að skála? Fleiri verkefni sem taka má frá ríkinu til gæludrengjanna. Ömurlegt hlutverk fyrir ungt og óspillt fólk á þingi að láta það taka þátt í því að stela Íslandi aftur. Þung orð. En svona var það í alvöru!!! Sporin hræða.
Sunna Sara 

Fréttabréf