Fara í efni

ÞARF AÐ PASSA ÍSLAND

Ég heyrði í fréttum að sveitarstjórnarmenn fyrir norðan væru tilbúnir með samning við Núbó. Í mínum huga hefur þetta alltaf legið ljóst fyrir. Þann dag sem þú hverfur úr innanríkisráðuneytinu verður þetta mál allt komið á fljúgandi ferð. Það var nú ekki lítill hamagangurinn á sínum tíma þegar reynt var að bola þér frá ákvarðanatöku í málinu en sem betur fer tókst það ekki og hefur ekki tekist enn. Kjósendur mega ekki gleyma Núbó og ekki heldur hinum sem passa upp á Ísland. (Fyrir þá sem ekki muna: http://www.dv.is/frettir/2011/11/25/kristjan-ogmundur-vanhaefur-til-ad-urskurda/ )
Jóhannes Gr. Jónsson