VILL BEINA SJÓNUM AÐ OFBELDI

Sæll Ögmundur.
Mig langar að tjá mig aðeins um þetta klám frumvarp og spyrja hvort þú viljir skoða einn hlut sem þarfnast einhverrar athygli? Hvað með að vera með 2 týpur af fréttum? Að það sem börn eiga ekki að horfa á verði á rauðri fréttastöð. Það er fullt af fólki á Íslandi sem myndi horfa á grænu stöðina frekar. Því það vill enginn horfa á ofbeldi og ógeð. Hvernig væri að banna allt vont myndefni í fréttum frekar. Hvað erum við að sýna börnunum okkar þegar við horfum á fréttir af líkum, endalausum slysum, átökum og stríðum alla daga. Þetta horfa börnin á aftur og aftur, í mörg ár. Er klám virkilega svona slæmt? Jákvæður boðskapur hefur bara alltaf verið rétta svarið, samt virðist enginn skilja það. Það kennir ekkert foreldri barni klám, það skilja það allir. Hef aldrei heyrt vin minn segja hvernig klám hann sýndi barninu sínu í gærkvöldi. Það er samt allt í lagi að fara á bannaðar myndir, spila drápsleiki og svo framvegis. Ofbeldi ætti að vera meira umhugsunarefni. Barn er svampur á þekkingu, tungumál og hegðun. Við erum með gagnrýnanda á rangan hlut. Lögum hatur fyrst.
Erling

Þakka þér fyrir þessar vangaveltur Erling. Mér finnst mikilvægt að fara afar varlega þegar kemur að takmörkunum á tjáningafrelsinu. Allt sem við gerum þarf því að vera samkvæmt skýrum skilgreiningum. Þess vegna beini ég sjónum mínum einvörðungu að ofrbeldiskláminu og hef leitað eftir áliti sérfræðinga á því hvort þeir telji unnt að finna skilgreiningar sem séu nægjanlega afmarkandi. Ef við hins vegar ætluðum að takmarka frelsi fjölmiðla til að sýna fréttir af stríði og hörmungum erum við komin á hálar brautir sem ég vil ekki halda út á.
Ögmundur

Fréttabréf