Fara í efni

HRÆGAMMAR AÐ GERA GÓÐ KAUP?

Vegna frétta af sölu höfuðstöðva Orkuveitunnar vakna spurningar. Eftirfarandi er tekið af vef mbl.is: „Straumur fjárfestingabanki gerði tilboðið fyrir hönd óstofnaðs félags með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og endanlega fjármögnun." (af mbl.is)
Hverijr eiga svo Straum í dag?: „Með samþykkt nauðasamninganna var staðfestur sá vilji almennra kröfuhafa að endurvekja fjárfestingabankastarfsemi á Íslandi. Almennir kröfuhafar Straums-Burðaráss voru að stærstum hluta erlendir bankar og fjárfestingarsjóðir." (af vef Straums)
Þarna er verið að selja óstofnuðu félagi fyrir milligöngu banka í eigu vogunarsjóða (hrægammasjóða), ef rétt er skilið.  Alla vega er augljóst að þarna er ekki um góðgerðastarfsemi að ræða.  Erum við ekki að upplifa mistökin fyrir hrun, leynd og baktjaldamakk? Er verið að lauma aflandskrónum inn í íslenska hagkerfið? Er verið að laumast bakdyramegin inn í OR? Af hverju þessi leynd?
Eitt enn, af hverju nota lífeyrissjóðir ekki tækifærið og lána OR fé til þess að bjarga því fyrir horn eða hreinlega kaupa höllina á svipuðum kjörum og hrægammarnir. Gleymum því ekki að orkufyrirtæki er forsenda framþróunar og velmegunar til langs tíma litið, þannig að þar fara saman hagsmunir lífeyrissjóða og OR.
Það hafa ekki þótt mikil búvísindi að selja undan sér til þess að leigja svo af kaupandanum, eru menn þá ekki komnir í spor þrælsins?
Húsmóðir í austurbænum