VIÐVARANIR Á HVERJUM DEGI!

Menn hafa greinilega gaman af veðurbröndurum þessa dagana. Ég tek nú undir með Jóel A. í lesendabréfi hér á síðunni að þetta var bölvuð della í þér að biðjast afsökunar á ummælum þínum. Þetta var hárrétt framsetning hjá þér í þinginu fyrir utan niðurlagsorð sem öllum hefðu orðið skiljanleg ef fréttastofa RÚV hefði ekki tekið þau úr samhengi. Það nennir greinilega enginn að setja sig inn í neitt þessa dagana. En Veðurstofan hefur heldur betur tekið við sér - viðvaranir og varnaðarorð á hverjum degi ef vind hreyfir. Eitthvað hefur þetta komið við kauninn.
Jóhannes Gr. Jónsson 

Fréttabréf