Fara í efni

HVERS VEGNA LÆTUR ÞÚ ÞETTA VIÐGANGAST?

Það er ekki að undra að bréf skuli berast þér um Vaðlaheiðargöngin. Þar var farin bakdyraleið og er ljótt dæmi um lélega stjórnsýslu og óvönduð vinnubrögð. Fyrirsögn á lesendabréfi hjá þér hér á síðunni var Enn um Vaðlaheiðragöng. Mér segir hugur um að við eigum eftir að sjá margar svona fyrirsagnir þegar til lengri tíma er litið. Framkvæmd sem átti að verða einkaframkvæmd, fjármögnuð á markaði og standa undir sér, er nú orðin að lántöku ríkisins þar sem farið er utanvegar fram hjá samgönguáætlun. Hvernig getur þú sem ráðherra samgöngumála látið Vaðlaheiðar-vinnubrögðin viðgangast?
Friðgeir H. Sv.

Þetta var ákvörðun Alþingis og ekki með mínu samþykki. Í ríkisstjórn lýsti ég andstöðu þegar tillagan fór þaðan til Alþingis. Ég gerði grein fyrir afstöðu minni á þingi og í blaðagreinum. Sjá meðfylgjandi slóðir:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20120613T150330&horfa=1

https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/forsendur-vadlaheidarganga
Kv.,
Ögmundur Jónasson