Fara í efni

EKKERT FALS!

Sæll Ögmundur.
Það datt nú af mér andlitið við fréttastubb um 2 hæstaréttardómara sem senn láta af störfum og fá feitan eftirlaunapakka en þó með einu skilyrði að þeim hafi verið vikið frá störfum en þeir sjálfir hafi ekki óskað eftir lausn. Hafi þetta verið praxis forvera þinna í stóli Dómsmálaráðherra þá er fullkomið tilefni til að hunsa svona óskir eða óskhyggju enda skjalafals og svik við LSR. Kanski er rétt að skoðun fari fram aftur í tímann og sjá hvort að tilefni sé til opinberrar rannsóknar.
Þór Gunnlaugsson

Sæll.
Það er misskilningur að því aðeins geti hæstaréttardómarar látið af störfum fyrir sjötugt að þeim hafi verið vikið úr embætti. Ég hef farið yfir málin mjög rækilega með hliðsjón af hefð, lögum og stjórnarskrá. Það sem nú er að gerast hvað varðar starfslok hæstaréttardómara er í samræmi við alla þessa þætti, stjórnarskrána, lögin og hefðina. Ekkert svindl, ekkert fals. Það er ekki þar með sagt að fyrirkomulaginu eigi ekki að breyta. Undir það tek ég með þér.
 61. grein stjórnarskárinnar er svo hljóðandi:  "Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra, nema þegar svo stendur á, að verið er að koma nýrri skipun á dómstólana. [Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum.]
 Í apríl 2009 var lögum hins vegar breytt þannig að nýir hæstaréttardómarar taka lífeyrisrétt samkvæmt reglum A deildar lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Ég tel að 61. grein stjórnarskrárinnar sé úrelt og að henni beri að breyta.
Ögmundur