Fara í efni

BREYTA BER LÖGUM

Ágæti innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson. Ég undirrituð vil biðja þig að sjá til þess að mál systranna þriggja sem teknar voru burt af heimili sínu í Kópavogi fyrir helgi verði endurskoðað. Við horfðum þegjandi upp á alla vanvirðinguna gagnvart Breiðuvíkurbörnunum. Látum ekki velferð þessara barna sem vind um eyru þjóta. Þú sem ráðherra dómsmála hefur völd og rödd sem heyrist og hlýtur að geta tekið í taumana í þessu máli og séð til þess að vilji barnanna í sambandi við tengsl og búsetu sé virtur. Vinsamlegast beittu þér fyrir breytingu á þeirri löggjöf þar sem fórnarlömbin eru saklaus börn. Barnaverndarlöggjöf hlýtur samkvæmt orðanna hjóðan að vera ætlað að vernda sálarheill barnanna en ekki splundra lífi þeirra og öryggi. Þetta mál þolir ekki bið, þarna eru barnssálir sem bíða skaða af.
Virðingarfyllst,
Jónína Óskarsdóttir,
Birkimel 6, 107 - Reykjavík.

Nú er það svo að ég hef reynt að beita mér í þessu máli í langan tíma. Það vita allir sem þekkja til. Þetta varð hins vegar niðurstaðan eins dapurleg og hún er. Nú er að vinna úr málinu eins og það stendur. Ég tel sjálfur það aldrei vera réttlætanlegt að fara inn á heimili og taka börn með valdi nema til að forða þeim frá ofbeldi. En þannig eru hins vegar lögin. Ég lagði til lagabreytingu í þessa veru í vor en Alþingi hafnaði henni.  
Kv.,
Ögmundur