KÍNVERSK RISAÚTGERÐ Á GRÍMSSTÖÐUM: HÆTTA Á "OFBEIT" FERÐAMANNA

Sæll Ögmundur,
Þekkt er það módel, að erlendir aðilar komi sér upp einingu í áhugaverðu landi, reisi tilbúið þorp, sjái um alla þjónustu og taki jafnframt (nær) allan arð til sín. Sjá t.d. Club Mediterranée á norðurströnd Afríku. Heimamenn fá að vísu vinnu við uppvask o.s.frv., en starfsemin er í höndum útlendinga... Þessi tegund ferðmensku er sérstaklega tíðkuð af kínverjum, sem reisa þorp fyrir sitt fólk. Kínverksur þjónustuaðili (eigandi) sér um allt og á allt, mat, gistingu, skoðanaferðir etc. og hirðir væntanlega allan arð af því sjálfur.
Mývatn, Dettifoss, þola ekki mikinn ágang. Honum þarf brátt að stýra - og takmarka - eins og fiskimiðunum. Setja kvóta?
Hvað höfum við þá að gera við kínverksa "risaútgerð" á Grímstöðum, vafalaust með kínversku starfsfólki að mestu?
Bestu kveðjur,
Ragnar Ólafsson

Fréttabréf