Fara í efni

OG HVAÐ NÚ?

Og hvað nú Ögmundur. Eru stóru orðin þín og Steingríms um ESB aðildarviðræðurnar nú bara til "heimabrúks" eins og fyrri daginn, svona til þess eins að friða næsta flokksráðsfund VG og láta þar klappa fyrir ykkur einn ganginn enn ! Ég segi við ykkur ef þið látið ekki kné fylgja kviði núna og setjið Samfylkingunni stólinn fyrir dyrnar varðandi þessa ESB umsókn þá er úti um VG sem raunverulegt stjórnmálaafl í íslenskum þjóðmálum. Krafa ykkur hlýtur að vera sú að hlé verði gert á aðildarviðræðunum nú þegar. Helstu ástæður eru þessar. 1. Vegna gerbreyttra aðstæðna til hinns verra og mikillar óvissu um framtíð og stefnu ESB. 2. Vegna mikillar og vaxandi andstöðu í íslensku þjóðfélagi við ESB aðild. 3. Vegna hótana og skilningsleysis ESB á hagsmunum íslendinga í Makríldeilunni. 4. Vegna endalausra tafa í aðildarferlinu og áhrifaleysis okkar varðandi framvindu mála. 5. Vegna framgöngu þeirra í ICESAVE deilunni, þar sem framkvæmdastjórn ESB hefur tekið beina afstöðu gegn þjóðarhagsmunum okkar og með andskotum okkar. Hléið verði notað til þess að fara vandlega yfir málin og ekki verði farið aftur út í viðræður án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem meirihluti kosningabærra manna þarf að samþykkja að viðræðurnar verði teiknar upp á nýjna leik. Þessar kosningar skal halda ekki síðar en eftir 9 mánuði. Fallist Samfylkingin ekki á þetta þá er úti um stjórnarsamstarfið ! Ef þið ætlið enn og aftur að hafa uppi stór orð og gera svo ekkert með það frekar en venjulega, þá verðið þið rúnir öllu trausi og enginn mun lengur taka mark á orðum ykkar.
Gunnlaugur Ingvarsson