Fara í efni

STUTT AÐ LABBA?

Heill og sæll Ögmundur minn.
Trúðu mér, að aldrei hef ég fallerað fyrir framsóknarmaddömunni, en maður er svo dannaður að maður hlustar einstaka sinnum eftir orðræðu maddömunnar. Sér í lagi eftir að Utanríkismálanefnd ESB sá ástæðu til að gefa úr sérstaka fagnaðar-yfirlýsingu um að Jón Bjarnason hefði verið hrakinn úr embætti landbúnaðar- og sjávarútvegsmála Íslands og fyrrverandi Icesave fjármálaráðherrann tekinn því djobbi. Nú Sigmundur maddama spurði bara pent: „Hvaða ástæðu hefur Evrópusambandið til að fagna sérstaklega þessum ráðherraskiptum? Á hvaða hátt verður hæstv. ráðherra Steingrímur J. Sigfússon þægilegri í samskiptum og viðræðum við Evrópusambandið?" Þá sagði Steingrímur og sýndi þar sitt sanna eðli, að hinn vill ekki ræða málin á opinskáan hátt, heldur segir við þá sem afhjúpa keisarann: "Þegiðu!" Kannast þú við svona vinnubrögð formanns þíns Ögmundur og ef svo er, líka þér þau? Og bara að lokum, allt kemur gott frá Brussel, segir Össur, líka áróðursmálaskrifstofan á Suðurgötunni, sem dælt hefur verið í hundruðum milljóna til aðlögunar (fjármunir, sem Göbbels hefði verið mjög sáttur við til áróðurs gegn smáþjóð).
Undarlegt að áróðursskrifstofunni er fundinn staður skáhallt á móti aðal-flokks-skrifstofu VG við Suðurgötuna. Örstutt á milli og gott ef ekki hægt að ná þrúgandi augn-kontakt, ef limirnir dansa ekki eftir púkablístrunni. Er staðsetningin tilviljun Ögmundur? Stutt fyrir Steingrím að labba ... og þig ... eða hvað?
Jón Jón Jónsson