Fara í efni

GOTT AÐ HAFA ÞIG Í SKOTLÍNUNNI?

Ég hef fylgst með viðureign fréttastofu RÚV við þig Ögmundur og furða ég mig á fréttamennskunni um lífeyrismálin. Útgangspunktur fréttamanna RÚV ert nánast þú einn - einn maður - en ekki málefnið!
Nú fer maður að skilja hrunið. Þessir fréttmiðlar fylgdu útrásinni gagnrýnislaust. Nú er sama gagnrýnisleysið uppi á teningnum. Bara breytt formerki. Aðdáun á einkaþotum víkur fyrir áhuga á galdrabrennum.
Eins mikil og þörfin er að ræða lífeyrismálin gagnrýnið einsog þú ert búinn að gera eins lengi og ég man eftir mér í mínu gamla bandalagi. En hvers vegna þegir BSRB og BHM og KÍ og ASÍ. Finnst öllum kannski ágætt að hafa þig einan í skotlínunni? Björn Valur ,þingflokksformaður VG, gerði sitt til að beina sjónum að þér einum. Það fór ekki framhjá neinum.
BSRB félagi