ÖRVÆNTING EÐA RAUNSÆI?

Það örlar á pólitískri örvæntingu í þessum pistli og á ég þar við ummælin um Sjálfstæðisflokkinn. Eitt er ljóst, fólk vill eitthvað allt annað en VG og Samfylkinguna. Og þá er nú ekki um mikið að velja, eða hvað? Ögmundur það hefur eflaust ekki farið framhjá þér, að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur vaxið og haldist í grennd við 40% í fylgiskönnun á eftir fylgiskönnun. Það er ekki bara þjóðin sem gefist hefur upp á ríkisstjórninni; ekki er ASÍ par hrifið af henni heldur og talar ósjaldan um svik hennar á hinu og þessu . . .
Ágúst

Nei, Ágúst, engin örvænting. Bara raunsæi, án nokkurra pólitískra  lýtalækninga!
Ögmundur

Fréttabréf