MATARHÖLL Í HEGNINGARHÚSI?

Heill og sæll Ögmundur og gleðilegt ár! Sá umfjöllun á Stöð II þar sem rætt var um framtíðarhlutverk Hegningarhússins. Vek athygli þína á tillögu sem kynnt var í miðopnu síðasta Bændablaðs - að gera húsið að "Matarhöll" þar sem fólk gæti keypt matvörur í litlum básum eða sérvöruverslunum: Sjá: http://www.bbl.is/index.aspx?GroupId=38&TabId=46&NewsItemID=6426&ModulesTabsId=191  PDF: http://www.bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5236
kveðja,
Tjörvi Bjarnason / sviðsstjóri hjá Bændasamtökunum

Sá ekki viðtalið sem eflaust hefur verið klippt til en þegar ég ræddi við Stöð 2 nefndi ég einmitt þessar hugmyndir sem reifaðar voru í Bændablaðinu. Sú umfjöllun hafði ekki farið framhjá mér.
Kv.,
Ögmundur 

Fréttabréf