HVERS VEGNA?

Sæll Ögmundur.
Það sem mér liggur á hjarta er:
1)  2004 varst þú með tillögu um aðskilnað fjárfestingabankastarfsemi og hefðbundinnar innlánsbankastarfsemi.  Því miður fékk hún ekki brautargengi.  Í þessu liggur grunnur vandans.  Braskið með ávísununina á verðmætin, peningana, er uppspretta alls fjármálaóstöðugleika.  Oft hef ég í umræðu vitnað í þessa tillögu þína og hversu skynsamleg hún var.  Með afnámi Glass-Seagall frá 1936, var fyrsta óheillasporið stigið. 
2)  Það sem hryggir mig Ögmundur er að núna höfðuð þið og hafið tækifæri til lagfæringa, en það er ekki nýtt.  Enn eru hrunverjar að störfum í bönkunum.  Hugmyndasmiðir Icesave hafa fengið stöðuhækkun hjá Landsbankanum.  Fólk er keyrt í gjaldþrot án þess að bankastofnanir hafi nokkurn fjárhagslegan hag af því.  Gamla gapastokkshugmyndafræðin virðist ríkja. Birna ,,ófundvísa" (týndi eigin láni uppá 900 milljónir) hjá Íslandsbanka sagði í viðtali nýverið  ,, að nú gætu þeir aftur farið inná lánamarkaði". Þið eydduð 400 milljörðum til þess að endurreisa gamla braskkerfið.  Bankarnir eru aftur byrjaðir á boðs- og vildarferðum fyrir valda viðskiptavini, en nú er farið mjög leynt.
3)  Ari Teitsson skilgreindi hlutverk banka:  ,,Hlutverk banka er (á að vera) að taka við innlánum og endurlána með sem minnstri áhættu" Af hverju var þessi maður ekki gerður að bankastjóra ,,bankans okkar" Landsbankans.
Ögmundur það er mjög sorglegt að menn nýti ekki  þetta einstaka, sögulega  tækifæri til lagfæringa.
Með góðri kveðju,
Kristjón Benediktsson

Heill og sæll Kristjón og þakka þér fyrir bréfið. Ég finn fátt til málsvarnar og er þér um flest sammála. Ef ekki allt.
Kv.,
Ögmundur

Fréttabréf