AÐ HRUNI KOMINN 2012
...Held að stjórnarandstaðan hafi ekki hugsað þetta til enda og
hafa greinilega ekki þurft á þessari þjónustu að halda. Þessi mál
eru oft þungbær, sérhæfð og vandmeðfarin svo ég hef miklar áhyggjur
af því þar sem mörgum málsgreinum núverandi barnalaga er ekki fylgt
eftir að þessi breyting geri illt verra....Farsælla hefði verið að
fá tíma til að koma þessu á koppinn af alúð og með virðingu fyrir
börnum.
Ragnheiður
Lesa meira
Mjög oft hefur þú komið mér skemmtilega á óvart þessi síðustu 4
ár með góðum rökum og úthugsaðri stefnu sem oft byggir á skoðun sem
ég get skrifað undir að lang mestu leiti. En nú sýnist mér að Sir
Humphrey Appleby hafi eitthvað náð tökum á þér. Allt í einu og
nokkuð gjarnan síðustu örfáa mánuði hefur þú talað máli
stjórnsýslunar í stað þess að tala máli fólksins á Íslandi. Þú ert
einn af örfáum þingmönnum sem hefur ...
Hallur
Lesa meira
...Málið er mér skylt því ég starfa á sýslumannsskrifstofu
þar sem engin króna er aflögu...Að bæta við fleiri verkefnum án
nægilegs viðbótarfjármags er í hæsta máta óábyrgt.
Ljóst er að þau sem nú boða ný vinnubrögð í stjórnmálum undir
merkjum Bjartrar framtíðar gerast sjálf sek um gamaldags
og óábyrg vinnbrögð.
Starfsmaður á sýsluskrifstofu
Lesa meira
Það virðist vera að fleiri og fleiri ovæntir útlendingar
hafi fundið Ísland a kortinu og akveðið ad kaupa ser miða hingað
til að hefja nýtt líf. Nígeríubúar, til dæmis, sem eru ekki vanir
að koma á okkar köldu slóðir. Pólverjar og Lithaumenn. Ekki er thað
túrisminn sem aðladar þetta fólk yfirleitt. Getur thað verid ad
Ísland hafi ordróm á sér að hér sé ekki komin a fót heimagróin
mafia? Að það er ósnert land til töku? Að fólk hefur getað lifað
...
Kristín Sigurðsson
Lesa meira
...Mig langar til að lýsa yfir ánægju minni um að þér tókst að
ná kosningu í 1. sætið. Sennilegt má telja að viðvera þín og ræða
við bandaríska sendiráðið á dögunum hafi átt sinn þátt í því. Einn
kunningi minn sem er hæstaréttarlögmaður og giftur inn í íhaldsætt
kvað þig minna sig á Olav Palme þá hann tók þátt í mótmælum fyrir
um 40 árum gegn hernaðarhyggju Bandaríkjamanna í Víetnamstríðinu.
Réttsýni er mjög mikilvæg og þessi mótmæli eru mikilvæg. Annars
finnst mér að ...
Guðjón Jensson, Mosfellsbæ
Lesa meira
Vinsamlega ekki afgreiða endurmenntunar ákvæðið í
umferðarlögunum og ekki smygla Evrópureglum framhjá stjórnarskrá í
lög. Ekki valda mestu upptöku atvinnuréttinda sem um getur frá
upphafi Íslandsbyggðar. Ekki Evrópureglur gegn sjálfstæðu fullvalda
...
G. N.
Lesa meira
...Þessi lestur vekur gamlar minningar þegar Seðlabankinn hélt
vöxtum háum til að hamla þenslu á meðan ríkisstjórnin eyddi og
spennti bogann til að viðhalda velsæld og eigin vinsældum. Til
viðbótar hafði peningamálastjórnin þau áhrif að hvetja
fjármálaspekúlanta heimsins í vaxtamunarviðskipti sem olli innflæði
fjármagns, keyrði gengið upp og bóluna áfram ásamt því að skilja
okkur eftir með þessa margumtöluðu snjóhengju. Það er önnur saga en
sýnir hvert þessi einstrengingssýn á vexti sem stjórntæki
peningastefnunnar getur leitt þjóðina. Nú horfum við til þessa á
ný. Ríkisstjórnin fer fram með fjárfestingaráætlanir, göng, nýtt
fangelsi og helst spítala. Það er vegna þess að það er ...
Finnur
Lesa meira
...Gætir þú sagt okkur hvers vegna þú biðst undan spurningum um
málið? Þess má geta að þessi samþykkt tók gildi hérlendis árið 1971
og endurskoðuð útgáfa lögð fyrir þingið 2004-2005. Í þessum mánuði
lenti Íslenskur farmaður síðast í vandræðum vegna vanefnda ykkar í
að gefa út löglega sjóferðabók fyrir sjómenn. Er einhvers (annars
en þetta vanalega svar "Málið er í athugun hjá starfshópi") að
vænta frá ykkur áður en upphafleg undirskrift nær hálfrar aldar
afmæli? Telur þú...
Farmaður
Lesa meira
Svona þegar að Gvendarbrunnar koma til tals, þá datt mér til
hugar að senda slóð sem tengist vatni. Hvernig kemur þetta að líta
út um 2030?
http://www.aljazeera.com/indepth/features/2011/06/2011622193147231653.html
Emelía Einarsson
Lesa meira
Ég vona að þér komi til með að ganga vel í prófkjörinu á morgun.
Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin skilningarvitum þegar ég las í
Fréttablaðinu að læknar væru að reyna að setja þig af! Þetta getur
ekki verið því ég veit að innan heilbrigðisklerfisins áttu einmitt
mikinn stuðning einsg og Gunnar Gunnarsson bendir réttilega á í
grein á ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum