AÐ HRUNI KOMINN 2012
...Held að stjórnarandstaðan hafi ekki hugsað þetta til enda og
hafa greinilega ekki þurft á þessari þjónustu að halda. Þessi mál
eru oft þungbær, sérhæfð og vandmeðfarin svo ég hef miklar áhyggjur
af því þar sem mörgum málsgreinum núverandi barnalaga er ekki fylgt
eftir að þessi breyting geri illt verra....Farsælla hefði verið að
fá tíma til að koma þessu á koppinn af alúð og með virðingu fyrir
börnum.
Ragnheiður
Lesa meira
Mjög oft hefur þú komið mér skemmtilega á óvart þessi síðustu 4
ár með góðum rökum og úthugsaðri stefnu sem oft byggir á skoðun sem
ég get skrifað undir að lang mestu leiti. En nú sýnist mér að Sir
Humphrey Appleby hafi eitthvað náð tökum á þér. Allt í einu og
nokkuð gjarnan síðustu örfáa mánuði hefur þú talað máli
stjórnsýslunar í stað þess að tala máli fólksins á Íslandi. Þú ert
einn af örfáum þingmönnum sem hefur ...
Hallur
Lesa meira
...Málið er mér skylt því ég starfa á sýslumannsskrifstofu
þar sem engin króna er aflögu...Að bæta við fleiri verkefnum án
nægilegs viðbótarfjármags er í hæsta máta óábyrgt.
Ljóst er að þau sem nú boða ný vinnubrögð í stjórnmálum undir
merkjum Bjartrar framtíðar gerast sjálf sek um gamaldags
og óábyrg vinnbrögð.
Starfsmaður á sýsluskrifstofu
Lesa meira
Það virðist vera að fleiri og fleiri ovæntir útlendingar
hafi fundið Ísland a kortinu og akveðið ad kaupa ser miða hingað
til að hefja nýtt líf. Nígeríubúar, til dæmis, sem eru ekki vanir
að koma á okkar köldu slóðir. Pólverjar og Lithaumenn. Ekki er thað
túrisminn sem aðladar þetta fólk yfirleitt. Getur thað verid ad
Ísland hafi ordróm á sér að hér sé ekki komin a fót heimagróin
mafia? Að það er ósnert land til töku? Að fólk hefur getað lifað
...
Kristín Sigurðsson
Lesa meira
...Mig langar til að lýsa yfir ánægju minni um að þér tókst að
ná kosningu í 1. sætið. Sennilegt má telja að viðvera þín og ræða
við bandaríska sendiráðið á dögunum hafi átt sinn þátt í því. Einn
kunningi minn sem er hæstaréttarlögmaður og giftur inn í íhaldsætt
kvað þig minna sig á Olav Palme þá hann tók þátt í mótmælum fyrir
um 40 árum gegn hernaðarhyggju Bandaríkjamanna í Víetnamstríðinu.
Réttsýni er mjög mikilvæg og þessi mótmæli eru mikilvæg. Annars
finnst mér að ...
Guðjón Jensson, Mosfellsbæ
Lesa meira
Vinsamlega ekki afgreiða endurmenntunar ákvæðið í
umferðarlögunum og ekki smygla Evrópureglum framhjá stjórnarskrá í
lög. Ekki valda mestu upptöku atvinnuréttinda sem um getur frá
upphafi Íslandsbyggðar. Ekki Evrópureglur gegn sjálfstæðu fullvalda
...
G. N.
Lesa meira
...Þessi lestur vekur gamlar minningar þegar Seðlabankinn hélt
vöxtum háum til að hamla þenslu á meðan ríkisstjórnin eyddi og
spennti bogann til að viðhalda velsæld og eigin vinsældum. Til
viðbótar hafði peningamálastjórnin þau áhrif að hvetja
fjármálaspekúlanta heimsins í vaxtamunarviðskipti sem olli innflæði
fjármagns, keyrði gengið upp og bóluna áfram ásamt því að skilja
okkur eftir með þessa margumtöluðu snjóhengju. Það er önnur saga en
sýnir hvert þessi einstrengingssýn á vexti sem stjórntæki
peningastefnunnar getur leitt þjóðina. Nú horfum við til þessa á
ný. Ríkisstjórnin fer fram með fjárfestingaráætlanir, göng, nýtt
fangelsi og helst spítala. Það er vegna þess að það er ...
Finnur
Lesa meira
...Gætir þú sagt okkur hvers vegna þú biðst undan spurningum um
málið? Þess má geta að þessi samþykkt tók gildi hérlendis árið 1971
og endurskoðuð útgáfa lögð fyrir þingið 2004-2005. Í þessum mánuði
lenti Íslenskur farmaður síðast í vandræðum vegna vanefnda ykkar í
að gefa út löglega sjóferðabók fyrir sjómenn. Er einhvers (annars
en þetta vanalega svar "Málið er í athugun hjá starfshópi") að
vænta frá ykkur áður en upphafleg undirskrift nær hálfrar aldar
afmæli? Telur þú...
Farmaður
Lesa meira
Svona þegar að Gvendarbrunnar koma til tals, þá datt mér til
hugar að senda slóð sem tengist vatni. Hvernig kemur þetta að líta
út um 2030?
http://www.aljazeera.com/indepth/features/2011/06/2011622193147231653.html
Emelía Einarsson
Lesa meira
Ég vona að þér komi til með að ganga vel í prófkjörinu á morgun.
Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin skilningarvitum þegar ég las í
Fréttablaðinu að læknar væru að reyna að setja þig af! Þetta getur
ekki verið því ég veit að innan heilbrigðisklerfisins áttu einmitt
mikinn stuðning einsg og Gunnar Gunnarsson bendir réttilega á í
grein á ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum