VIÐ GETUM VARIST
Sæll aftur Ögmundur og þakka fyrri svör. Það sem mér liggur á
hjarta nú er Schengen samningurinn. Ég horfði á Cameron gera Breska
þinginu grein fyrir synjun sinni á nýjum sáttmála ESB og hvað liggi
þar á bak við og ekki sparaði hann stóru orðin um ágæti samninganna
við ESB. Hann staðfesti að Bretar væru og yrðu 100% aðilar að ESB
en tækju aldrei upp Evruna og ekki yrði Schengen tekið upp þar í
landi þar sem stjórnvöld vildu halda þjófagengjum og ræningjum frá
landinu en ekki bjóða þeim í veiðitúra þar.
Þetta eru stór orð og virðist ESB máttlaust gegn þessu þótt þeir
hafi bannað Dönum tollaeftirlit undir sömu reglum?? Um næstu áramót
opnast allar gáttir hér á landi vegna Schengen og hvar stöndum við
þá? Með buxurnar á hælunum vegna þess að hvorki er til mannskapur
hjá lögreglu til mótvægis og gæti svo farið að straujað yrði yfir
okkur sbr.Úraránið á Laugavegi.
Ég tel nauðsynlegt að þetta verði endurskoðað strax og að minnsta
kosti frestað um 1 ár á meðan ástandið verði metið en þetta
samstarf byggist á tengingum við Interpol og eina stöðu tengiliðs
þar sem er óhæft. Það er eins og allir vita til mjög fullkominn
andlits þekkingarbúnaður sem kostaði yfir 100 milljónir sem mælir
andlitsbein aðila á nokkrum sekundum á meðan þeir ganga frá borði
og inn í flugstöðina en Persónuvernd greip inn í á sínum tíma og
bannaði notkunina??
Við erum eyríki rétt eins og Bretar og ef þeir komast upp með að
bjóða ESB byrginn þá getum við allt eins varist hér með því að
setja aftur upp landamæraeftirlit því vegnabréfslaus komumst við
ekki úr landi til útlanda. Ökuskírteini dugar ekki einu sinni í
ferð til Danmerkur??
Þór Gunnlaugsson