Fara í efni

DEILUR BITNA Á SAKLAUSUM

Að foreldrar nái sátt um forsjá barna er auðvitað afar mikilvægt, því við vitum flest að leiðindin bitna mest á þeim saklausu þ.e.a.s börnunum og í sumum tilfellum verður ekki aftur snúið með þann skaða sem börnin hljóta í deilum foreldra sinna. En mig langaði að bæta hérna aðeins við. Lögin koma stundum mjög í veg fyrir að hlutirnir séu réttlátir á milli foreldra. Sem dæmi: Lögin koma í veg fyrir að foreldrar barna sem hafa 50% forræði hvor, fái báðir barnabætur, húsaleigubætur (með það í huga að hvert barn á framfæri hækkar húsaleigubætur) og fleira. Mér er vel kunnugt mál t.d. þar sem við skilnað, varð eiginmaðurinn að taka allar skuldir hjónabandsins, ekki af fúsum vilja heldur af neyð þar sem hans foreldrar voru ábyrgðarmenn og treysti hann annars ekki að lánið yrði greitt nema að taka ábyrgðina alfarið á sig. Konan tók engar skuldir. Sömdu þau um sameiginlega forsjá 3 barna sinna og var eingöngu hægt að gera munnlegan samning um að börnin yrðu viku í einu hjá föður og viku hjá móður. S.s báðir foreldrar standa undir öllum kostnaði barnanna.
Sú staðreynd að báðir foreldrar standi jafnan straum af öllum útgjöldum barnanna virðist sitja í öðru sæti þegar kemur að Lögheimili barnanna. Börnin eru öll með lögheimili hjá móður sinni og fær hún því ALLAR barnabætur, getur ein fengið húsaleigubætur og talið sín 3 börn til framfærslu en eiginmaður fær ekki að telja börnin til framfærslu og fær ENGAR Barnabætur! Það virðist ekki skipta nokkru máli HVAR börnin séu búsett. Lögheimilið virðist ráða öllu. Hjá þessum ágætu f.v. hjónum hefur blossað upp mikil heift vegna þess að móðirin er í fullum rétti til þess að krefja föðurinn um MEÐLAG með öllum börnunum! Því lögin segja að barnabætur t.d fara á LÖGHEIMILI barnsins! Í dag er faðirinn með börnin rúmlega 50% á ári og stendur undir öllum útgjöldum varðandi það. Hann fær engar barnabætur, né getur hann sótt um húsaleigubætur og gert grein fyrir hversu mörg börn eru á hans framfæri. Því börnin hafa LÖGHEIMILI hjá móður. Eftir hjónabandið s.s stóð hún nánast skuldlaus, fær allar húsaleigubætur, allar barnabætur og núna hefur hún farið fram á meðlag með börnunum sem hún hefur á framfæri hálft árið á móti föðurnum. Það þarf engan snilling til þess að sjá að þetta er alls ekki sanngjarnt og hefur þessi staðreynd orðið að stríðsástandi á milli foreldra.
Þetta má koma í veg fyrir einfaldlega með því að gefa sýslumanni og dómurum heimild til þess að úrskurða um sameiginlega forsjá og umgegni og ekki sýst LÖGHEIMILI! Því í dag hefur faðirinn engan rétt til aðstoðar við uppeldi barnanna vegna einmitt lögheimili þeirra! En lögheimili barns er ekki hægt að breyta nema með samþykki BEGGJA foreldra! Og í þessu tilfelli mun móðirin aldrei samþykkja breytingu, þar sem hún hefur fínar tekjur af því að halda lögheimili barnanna hjá sér. Hér þarf einhver að hafa heimild til þess að ganga á milli og sjá til þess að jafnt SÉ jafnt. Að réttlætinu sé fullnægt, barnanna vegna! Með von um að Lögheimilisreglur barna verði ýtarlega skoðaðar. Kv. Borghildur