AÐ HRUNI KOMINN September 2011
...Nú treysta þeir á þig sem ekki eru enn blindaðir af erlendu
valdi sem veður yfir heiminn og hefur það eina markmið að gleypa
allt sem von er gróða af. Það gerist svo alltaf á kostnað
umhverfisins, því lögmál er, að ekkert er hægt að taka af engu. Við
eigum landið og megum undir engum kringumstæðum selja það, enda
þurfum við þess ekki. Við sjálf getum nýtt það á skynsaman hátt,
til góðs fyrir okkur og aðra sem þurfandi eru.
Fyrir nokkrum áratugum, þ.e. áður en...
Jóhann
Lesa meira
Ég sá því haldið fram á á Moggavefnum og víðar að þú vildir að
umsókn kínverska auðkýfingsins um leyfi til að kaupa Grímsstaði á
fjöllum færi í þjóðaratkvæðagreiðlu. Þetta finnst mér galin
hugmyndi. Annars á ég erfitt með að trúa þessu. Er þétta rétt eftir
haft?...
Forvitinn
Lesa meira
tilefni af fréttatilkynningu frá þér nýlega um veginn
vestur sendi ég þér hlekk á grein sem ég birti á vef BB. Greinin er
skrifuð í flýti eftir að ég heyrði fréttina en samt held ég á
viðtökunum að hún lýsi hug margra. Ég hef átt marga erfiða ferð um
Hjallaháls á liðnum árum enda er hann og verður blindur í
norðaustanáttinni sem er ríkjandi þarna á veturna, auk þess sem
hálka er þarna mjög oft. Láglendisvegur er nauðsynlegur þarna.
Slóðin er ...
Pétur Bjarnason
Lesa meira
Það var léttir að hlusta á viðtal við þig í Kastljósi þar sem þú
lýstir afstöðu þinni til sölunnar á Grímsstöðum og hvernig þú
hugðist taka á því máli. Að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar þar
sem langtímasjónarmið eru höfð að leiðarljósi er mikilvægara en
nokkuð annað fyrir framtíðarheill Íslands. Þakka þér Ögmundur fyrir
yfirveguð og vönduð vinnubrögð nú sem endranær.
Valgerður Haukdóttir
Lesa meira
...En af viðhlæjendum athafnaskáldsins sýnist mér reyndar, að
hann treysti fremur á innvígða lögfræðinga (og jafnvel þingmenn og
ráðherra) í og úr Pandóru-boxi Samfylkingarinnar. Þannig
birtist nýlega frétt, í beinni frá Kína, þar sem lögfræðingarnir
Sigurvin Ólafsson og Lúðvík Bergvinsson, fyrrv. þingmaður og áður
talinn "pótensjal" ráðherraefni Samfylkingarinnar í
Hrun-stjórninni, sátu undarlega glaðbeittir á svip, meðan
Kristín Árnadóttir sendiherra Íslands í Kína fékk í hnén og nánast
starði sem dáleidd á athafnaskáldið og auðkýfinginn Huang
Nubo. Það var þá sem Litla þúfa hugsaði með sér, að hér væri
ekki allt ...
Litla þúfa
Lesa meira
Ég vona að íslenskum yfirvöldum beri gæfa til að hafna kaupum
Huang Nubos á Grímstöðum á Fjöllum. Fyrir því liggja margvísleg
rök, t.d. þau að það felst mikil áhætta í því að selja fulltrúa
stórveldis svo stóran hluta af Íslandi. Kínverskir einstaklingar
kunna að vera hið besta fólk en kínverska ríkið metur hins vegar
einstaklinga ekki mikils og fótum treður mannréttindi. Með fullri
virðingu fyrir Kína þá verður það að segjast að ...
Pétur
Lesa meira
Passusálmur nr. 53
Á Grímsstöðum á Fjöllum
gengur maður í lopapeysu
og lítur til fjalla.
Og fjárfestar koma
á einkaþotum
til að horfa á hann.
Það er heiðskýrt og kuldi.
Og himinn bjartur og blár.
Þetta er gulur maður
með glatt enni
og gljásvart hár.
Og stúlka sem er einhverskonar þerna
segir mér:
Skyldi manninum ekki leiðast
að hafa Ögmund á móti sér?
Kristján Sig. Kristjánsson
Lesa meira
... Sá sem þetta skrifar er ekki einn af þeim sem í
grundvallaratriðum eru á móti því að útlendingar fjárfesti á
Íslandi heldur tel ég að það eigi að skoða hvert dæmi fyrir sig og
meta það. Það á til dæmis við um áform kínverska auðmannsins á
Grímsstöðum á Fjöllum. Það sem ég óttast mest í þessu sambandi er
að farið verði á stað með stórframkvæmdir sem síðan koðna niður í
miðju kafi. Versta hugsanlega niðurstaða úr öllu saman væri að við
sætum uppi með hálfkarað steinsteypubákn á hálendinu, öllum til ama
og ...
Guðmundur J. Guðmundsson
Lesa meira
Varðandi Grímsstaði á Fjöllum: Hér virðist annars vegar um að
ræða 1400 000 000 manna einræðisríki sem ásælist 300km2 landsvæði
hjá fámennri lýðræðisþjóð. Einræðisríkið hefur stundað gríðarlegt
landnám í afríku og fylgt fótfestu eftir með ágengri
diplómatíu/lobbyisma svo líkt hefur verið við engisprettufaraldur.
Hvernig skyldi okkur sjálfum svo hafa gengið að ná fram réttlæti
gagnvart fjármálamönnum, t.d. handhöfum fiskveiðiheimilda, eða
útrásarvíkingum? Höfðu þeir síðarnefndu ekki stjórnvöld meira eða
minna í vasanum fram að hruni og hafa þeir fyrrnefndu ekki verið
ósnertanlegir, bæði fyrr og síðar? Eigum við síðan að fá eitt
stykki kínverskt heimsveldi í ábót? Getur nokkur lifandi maður séð
fyrir sér ...
emil jón ragnarsson
Lesa meira
Þakka þér Ögmundur enn og aftur fyrir að standa vörð um hag
þjóðarinnar þegar aðrir stjórmálamenn láta glepjast af erlendu
gulli, óháð því hvernig það er fengið... Vona að þú standir sem
fastast á því að koma í veg fyrir sölu á Grímsstöðum til erlendra
aðila. Það má vera að Nobu gangi ekkert illt til með kaupum þessum,
en verði þau leyfð þá er viðbúið að fjöldi annarra auðkýfinga fylgi
í kjölfarið. Gangi kaupin eftir þá eru ...
Elín Laxdal
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum