HIÐ RÖKRÉTTA
Sæll Ögmundur.
Í tilefni af atkvæðagreiðslu hjá SÞ. um sjálfstætt og fullvalda
ríki Palestínumanna eður ei, þá langar mig til að endursegja
brilljant komment um málið, sem ég fann einhvers staðar á flakki
mínu um netheima. Í stuttu máli gengur kommentið út á spurninguna
um hvaða rétt vestrænar þjóðir höfðu til að gefa síonistum í lok
WWII, land Palestínumanna? Það voru ekki Palestínumenn sem myrtu
Gyðinga á hryllilegan hátt í WWII, það voru þýskir Nasistar sem
frömdu þau myrkraverk og því er það stóra spurningin hvers vegna
þýskir Nasistar voru ekki látnir gefa Gyðingum land af sínu landi?
Það hefði verið hið eina rökrétta í stað þess að refsa
Palestínumönnum fyrir syndir sem þeir frömdu ekki, heldur þýskir
Nasistar. Af hverju er alltaf tekið land af hinum saklausu, en ekki
hinum seku? Það er hin stóra siðferðislega spurning. sem allar
sameinuðu þjóðirnar ættu að spyrja sig. Verðum við kannski girt af
á okkar eigin landi?
Jón Jón Jónsson