ENGAN ÞYKJUSTU-LEIK!
" Einkabíllinn á ekki eftir að verða ódýrari í rekstri á komandi
árum". Þetta er alröng staðhæfing hjá þér hér á síðunni. Það kostar
ca. 12 þús. kall að keyra venjulegan bensínbíl til Akureyrar.
Sambærilegur kostnaður fyrir nýjan rafbíl er 3000 krónur. Ég held
að það sé auðveldara að lækka eldsneytisverð og gera
þrjúhundruðþúsund manns í 100 þúsund ferkílómetra landi kleift að
eiga einkabíl, heldur en að vera í almenningssamgangna
þykjustuleik.
HreinnK