Fara í efni

EKKI NEIN LÚXUSFANGELSI!

sæll Ögmundur.
Mikil er pressan á þér þessa mánuðina en ég veit að þér verður ekki haggað. Eins og fyrrum kollegi skrifar hér hugleiðingar um fangelsismál þá hefur orðið öryggisfangelsi verið tekið í gíslingu og keyrt áfram eins og umræðan um ESB. Fangelsið á Litla-Hrauni er öryggisfangelsi en það vantar pláss fyrir almenna afplánun dóma þeirra sem ekki teljast stórhættulegir og vegna smærri brota og því passar Víðines ágætlega rétt eins og Kvíabryggja og Bitra en menn vilja bara glæsihöll með nýjustu tækni fyrir 1.5 milljarð. Kanski verður það í líkingu við það Norska sem sýnd var frá í fréttum nýlega fyrir hættulegustu fangana luxus vistarverur flatskjáir í hverjum klefa internet líkamsrækt og fleira allt til betrunar og á lóðinni eru smáhýsi til samvista fjölskyldum þeirra. Samverusalir fanga og fangavarða sem eru hvattir til samvista við fanga og hafa engan varnarbúnað á sér?? Þeir sem eru hættulegastir þjóðfélaginu eru vistaðir á Réttargeðdeildinni og geta valsað um þar á lóðinni og skroppið á Selfoss í klippingu en eru ekki fangar og því engin gæsla?? Hvaða hugsun er þarna á bak við önnur en að þeir eru ósakhæfir og er Ríkissjóður þó bótaskyldur ef þeir skyldu fremja óhæfuverk aftur sem ósakhæfir? Með réttu ættu allir langt leiddir fíklar sem fremja afbrot, berja menn með kylfum í vímu að sæta geðrannsókn. Hérna þarf Innanríkisráðherra að taka af skarið og láta þessa ESB/fangelsissérfræðinga fara aðra leið með hagsmuni almennings og tóman ríkiskassann í huga á eigin vegum. Við erum í erfiðri stöðu fjárhagslega og næsti vetur verður ekki auðveldur á Alþingi og Seðlabankinn gæti tapað meira á erlendum eignum í bréfasafni sínu. Þá er ótalin færsla frá bönkum til baka í Íbúðalánasjóð að kröfu EFTA og tómur Byggðarsjóður.
Þór Gunnlaugsson