AÐ HRUNI KOMINN Júlí 2011
Ég vil með skeyti þessu skora á þig sem hæstráðanda í málaflokki
pólitískra flóttamanna, að taka af fullri alvöru yfirlýsingum
Mouhamde Lo frá Máritaniu um yfirvofandi örlög hans snúi hann aftur
til landsins. Vil minna á að talið er að um 18% íbúa þessa ríkis
séu þrælar og Máritanía sker sig úr öðrum ríkjum heims hvað varðar
svartnætti það sem þrælahald er. Bendi á þessa vefsíðu samtaka sem
...
Valdimar Hrafnkelsson
Lesa meira
Já það er bara ætlast til þess að þú leysir allar misfellur í
opiunberum rekstri innan og utan þíns svið örugglega vegna þess að
fólk veit að þú ert ekki tvöfaldur í roðinu eins og margir þingmenn
eru því miður. Nýjasta dæmið er svokallað Mannsmorð eins og Bubbi
orðar það réttilega Guðmundar og Geirfinnsmálið sem ætlast er til
að þú endurvekjir þrátt fyrir andspyrnu Hæstaréttar og
Ríkissaksóknara. Ég man nokkuð vel eftir þessu máli sem gamall
rannsakari og ég er ekkert hissa þótt ekki megi vekja upp drauginn
fyrr en allir rannsakendur eru komnir undir græna torfu en samt
væri hægt að spóla á leiðinu eins og dæmin sanna með fyrrum biskup.
Þarna voru menn algerlega að tapa sér unnið dag og nótt og ljótar
sögur heyrðust úr Síðumúlafangelsinu um meðferð fanga. En hvað var
hér í gangi? Jú það kom til ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...Já, fyrrverandi Samgönguráðherra fer mikinn í aftursætinu og
hendir rusli út um hliðargluggana en þeir sem þekkja hann vita
betur og taka ekkert mark á þessu rausi. Staða ríkissjóðs er
alvarleg og svo virðist að meirihluti Fjárlaganefndar beri þar
höfuðábyrgð og sérstaklega formaður hennar. Ef ársreikningar
fyrirtækja væru með öðrum eins götum og fjárlögin yrði örugglega
hvellur. Afgreiðsla Fjárlaga án þess að gera ráð fyrir nokkurri
launahækkun opinberra starfsmanna eru klækindi til að gefa ekki
tóninn um ásættanlega launahækkun þeim til handa en skekkja um leið
fjárlögin. Þá er væntanlega meðgjöf með Spkef verði af henni
lögleysa í augum ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
Nú hef ég séð að það standi jafnvel til að flytja þig
hreppaflutningum til Trékyllisvíkur. Mér hefur skilist að Þráinn
fasistabani í Villi Gemsa flokki Steingríms haldi fast við þá
kröfu, enda hefur hann líf þessarar vesælu og maðkétnu
ríkisstjórnar í hendi sér. Ég hélt að það værir þú, en þú ert svo
aumingjagott ríkis-atvinnu-góðmenni að líkast til læturðu þetta
eftir honum og sjálfum mastermind Beríanna, Birni Val, samherta
Brimaranum. En verður ekki örugglega byggð þar yfir þig vönduð
ríkis-villa? Ég veit að ég þarf ekki að benda sönnum nómenklatúru
komma eins og þér á, að auðvitað skaltu notast við útboðsgögn frá
...
Nóboddíinn
Lesa meira
...Heimilislæknirinn minn sagði mér á dögunum að allar
heilsugæslustöðvar á Reykjavíkursvæðinu, sem opnaðar hefðu verið í
seinni tíð, væru svona gullgerðarvélar; langur leigusamningur, há
leiga, sem ekki kemur að fullu fram vegna þess að málin eru
bara skoðuð frá einum fjárlögum til annarra.
Nú ætti Fréttblaðið að fara í að diska upp upplýsingar um hve ríkið
greiðir mikið í leigu á þessum kjörum, hverjum er greitt, hverjir
eiga félögin sem fá greitt og hvaða fjármálaráðherra lét gera
samninga. Eða með öðrum orðum: Hvaða embættismenn bera ábyrgð á því
að skattfé almennings er sturtað niður með þessum hætti? ...
Ólína
Lesa meira
...Hart er gengið á eftir innanríkisráðherra um byggingu nýs
fangelsins á Hólmsheiði sem eigi að kosta 1 milljarð en endar
líklega í 2-2.5 milljörðum fyrir 45 fanga. Það er von að það standi
eilítið í mönnum þar sem fjarfundarbúnaður er fyrirbæri sem
dómstólar þekkja ekki. Það er bara engin nauðsyn að flytja fangana
í bæinn þar sem hægt er að koma upp eða tengja saman núverandi
búnað Héraðsdóms um ljósleiðara í fundarherbergi fyrir austan og
sakborningur hafi þar skjá þar sem hann sér og heyrir alltsem fram
fer í dómssal og getur ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
Ég er mjög ánægður með að Reykjavíkurflugvöllur verður áfram þar
sem hann er nú.Við eigum alls ekki að torvelda fólki að koma til
höfuðborgarinnar.Við eigum að bjóða fólk velkomið.
Jóhannes T. Sigursveinsson
Lesa meira
Staðfesti hér með ánægju mína með ummæli ráðherra um stöðu
flugvallarins í Vatnsmýrinni. Málþófið sem engan enda virðist ætla
að taka og hvað viðhorfið gagnvart helsta samgöngutæki
höfuðborgarinnar hefur einkennst af annarlegum sjónarmiðum. Það er
borðliggjandi að í Vatnsmýrinni er honum best borgið og þar á hann
að vera um aldur og ævi. Það er áhyggjuefni að fólk með
einkennilega afstöðu til vallarins hafi verið ...
Sveinbjörn Matthíasson
Lesa meira
Ég er þér sammála Ögmundur um að gefa ekkert í þessum
vegatollsmálum vegna nýlagningar þjóðvega í þéttbýli og gera um
leið fólki sem býr á Suðurlandi ókleyft að stunda vinnu sína sunnan
heiða vegna kostnaðar. 10% hækkun er boðuð 1. júlí í
Hvalfjarðargöngum vegna minni umferðar og þess að bæta hafi þurft
brunavarnir til að uppfylla ESB staðla sem kosti sitt. Þá eru
einnig uppi áform um gjaldtöku í væntanlegum Vaðlaheiðargöngum en
hvers vegna? Af hverju skal vera frítt í Siglufjarðargöng og
Vestfjarðargöng? Mér finnst fyllilega réttmætt að sporna við fótum
og banna hreinlega alla gjaldtöku í göngum þannig að allir standi
jafnfætis burtséð frá búsetu og ættu menn að muna Reykjanesbrautina
og tollhliðin þar. Staðan í ríkisfjármálum er grafalvarleg og
...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum