VARSTU TEKINN Í KARPHÚSIÐ?

Einhverjum  innanbúðarmanni í þingflokki VG þótti greinilega ástæða til að koma því á framfæri við kratamiðilinn Eyjuna að Árni Þór Sigurðsson hefði tekið þig "í karphúsið" í tölvupóstssamskiptum ykkar þingmanna VG. Heimildarmaður Eyjunnar segir þetta óvenjulegt því Árni Þór sé hófstilltur maður og alla jafna ekki stóryrtur. (http://ordid.eyjan.is/2011/07/20/kalt-strid-innan-vg/) Ég sem hélt að allt væri að falla í ljúfa löð hjá ykkur í VG. En ég spyr, tók Árni Þór þig í karphúsið? Og svaraðu nú!
Jóhannes Gr. Jónsson

Heimildarmanni Eyjunnar finnst greinliega að ég hafi verið tekinn í karphúsið! Að því leyti hlýtur þetta að vera rétt. Sjálfur hef ég ekki fundið fyrir því að vera tekinn í "karphús" af nokkrum manni á þessu sólríka sumri. Í VG erum við almennt nokkuð brött þessa dagana þótt öðru hvoru komi upp mál sem við erum með deildar meiningar um.
Kv.
Ögmundur

Fréttabréf