Fara í efni

"ÞVÍ MIÐUR...."

Sæll Ögmundur.
Já það er bara ætlast til þess að þú leysir allar misfellur í opiunberum rekstri innan og utan þíns svið örugglega vegna þess að fólk veit að þú ert ekki tvöfaldur í roðinu eins og margir þingmenn eru því miður. Nýjasta dæmið er svokallað Mannsmorð eins og Bubbi orðar það réttilega Guðmundar og Geirfinnsmálið sem ætlast er til að þú endurvekjir þrátt fyrir andspyrnu Hæstaréttar og Ríkissaksóknara. Ég man nokkuð vel eftir þessu máli sem gamall rannsakari og ég er ekkert hissa þótt ekki megi vekja upp drauginn fyrr en allir rannsakendur eru komnir undir græna torfu en samt væri hægt að spóla á leiðinu eins og dæmin sanna með fyrrum biskup. Þarna voru menn algerlega að tapa sér unnið dag og nótt og ljótar sögur heyrðust úr Síðumúlafangelsinu um meðferð fanga. En hvað var hér í gangi? Jú það kom til landsins þýskur gúru sérhæfður í rannsóknum með lagabókstafinn í rassvasanum og gaf fyrirmæli út og suður sem menn fylgdu í blindni. Því miður var Hæstiréttur á þeim tíma ekki þess umkominn að kasta málinu út úr réttinum heldur dæmdi á líkum án beinna sannanna. Hæstiréttur hefur ítrekað hafnað endur upptöku málsins þar sem ekkert nýtt hafi komið fram og sé ég ekki hvernig núverandi dómarar ættu að fjalla um málið í 3 sinn. Slíkt væri álitshnekkir fyrir þá sjálfa að leyfa þetta ekki á grundvelli slælegrar rannsóknar sem ekki stenst nútímaskoðun í réttarvörslukerfinu þess að neita. Við teljum okkur heilagar kýr þegar kemur að því kerfi og við missum tök á sviknum eignum á meðan málin þvælast árum saman í kerfinu eignir settar í EHF félög eða skráðar á eiginkonurnar en ekki eru eignirnar kyrrsettar á meðan. Eftir 50 ár munu sagnfræðingar komast að þeirri staðreynd að Íslandi var stolið og gefið erlendum aðilum að hluta en annað falið í bankaleynd.
Þór Gunnlaugsson