SVARS ÓSKAÐ

Herra "safi". Af hverju koma alltaf svörin við bréfum til þín frá safi@bsrb ? Með von um gegnsætt svar frá herra "safa". Og hver ert þú annars herra "safi" ? Þar sem prókúruhafi þessarar síðu er væntanlega Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, þá langar mig til að fá hann til að virkja sínar forvirku rannsóknarheimildir til að kanna þennan vafasama "safa", sem svarar bréfum í stíl Hrannars fyrir Jóhönnu, þannig að allar ár renna til Dýrafjarðar. Þar sem margt er hulið okkur nóboddíunum á tímum þokuslæðu heilagleikanna þá bið ég um greinargott og eftir efninu gegnsætt svar. Annars fer mann að gruna að um bókhaldsleikfimi, ríkisáfanga 2, sé að ræða.
Noboddíinn

Sæll. Sá þessar spurningar þínar í gær á eyjunni í athugasemdum við frétt umvopnalög frá í fyrradag. Reyndi að senda svarið en tæknilegir örðugleikar stóðu í vegi. Vona að það standi til bóta. Þú spyrð þar einnig hvort BSRB félagar fjármagni síðuna mína. Þessu svaraði í með eftirfarandi hætti og endurtek hér: 
  "Pétur Örn biður mig um að upplýsa hvort félagar í BSRB kosti heimasíðu mína. Það gera þeir ekki og hafa aldrei gert. Reyndar var ég launalaus með öllu frá BSRB frá því í maí 1995 þegar ég var fyrst kjörinn á þing. Á næstu fimmtán árum var mér hins vegar margoft boðið að fá laun greidd fyrir vinnu mína í þágu samtakanna. Slíkt afþakkaði ég jafnan. Einu greiðslurnar sem ég fékk voru laun í tvær til þrjár vikur sennilega þrisvar sinnum á þessum 15 árum og var ég þá alltaf í launalausu fríi frá Alþiingi á sama tíma enda þá að sinna sérstökum verkefnum fyrir BSRB (yfirleitt í tengslum við þing samtakanna).  
Pétur Örn veltir því fyrir sér hvort starfsmaður BSRB svari bréfum fyrir mig sem send eru á heimasíðuna. Svo er ekki og hefur aldrei verið. Ég svara öllum bréfunum sjálfur þótt annað netfang kunni að birtast. Þetta eru leifar frá þeim tíma þegar heimasíðan var sett upp. Þá var starfsmaður hjá samtökunum með þetta netfang og héldu þá ýmsir að hann svaraði bréfum fyrir mig. Það gerði hann þó aldrei. En semsagt: sammála Pétri Erni allt á að vera gagnsætt en svarið er að BSRB hefur ALDREI tekið þátt í neinum kostnaði við heimasíðu mína né annað af sama meiði og ómerkt lesefni á heimasíðunni er ALLT samið af mér sjálfum."
Ögmundur

Fréttabréf