LAGFÆRINGA ÞÖRF
Svona er unnið gegn þvi að öryrkjar geti menntað sig, og þeim
gert ókleift að sporna við veikindum sínum með þvi að reyna að afla
sér auka aðstoðar, bætur í dag eru ekki upp á marga fiska og svona
hegðun gegn öryrkum er ekki til að bæta það, áhugavert dæmi um hvað
öryrkjum er gert erftt fyrir þegar kemur að þvi að sjá fyrir sér,
2010 fékk ég styrk frá svæðisskrifstofu málefna fatlaðra til þess
að greiða skólagjöld í tækniskólann upphæð 38.100 kr, í gær fékk ég
bréf frá tryggingastofnun um það að þessa upphæð yrði að draga frá
mér þar sem ég hefði þarna 2010 fengið alla þessa upphæð umfram
bætur og þvi meira en ég átti að fá. - hvað finnst þér um svona
lagað ? - afhverju vaknið þið ráðamenn ekki til lífsins og
lagfærðið það sem laga þarf, afhverju ráðið þið ekki tímabundið til
ykkar fólk sem hefur þurft að glíma við kerfið til þess að bæta það
sem bæta þarf ? ég bara skil ekki svona.
Steinar Immanúel Sörensson