HÆLISLEITENDUR

Heiðraði Ögmundur.
Ég vil með skeyti þessu skora á þig sem hæstráðanda í málaflokki pólitískra flóttamanna, að taka af fullri alvöru yfirlýsingum Mouhamde Lo frá Máritaniu um yfirvofandi örlög hans snúi hann aftur til landsins. Vil minna á að talið er að um 18% íbúa þessa ríkis séu þrælar og Máritanía sker sig úr öðrum ríkjum heims hvað varðar svartnætti það sem þrælahald er. Bendi á þessa vefsíðu samtaka sem hafa starfað lengi á heimsvísu og hafa sérhæft sig í að leita uppi fólk í þrældómi og ánuð: http://www.antislavery.org/english/what_we_do/antislavery_international_today/award/2009_award_winner/slavery_in_mauritania.aspx
Kær kveðja,
Valdimar Hrafnkelsson

Heill og sæll og þakka þér bréfið. Mál þessa einstaklings er til skoðunar í Noregi þar sem hann leitaði hælis. Noregur er land sem þekkt er fyrir að taka vel á móti hælisleitendum. Það viljum við líka vera en jafnframt virða þá verkaskiptingu sem komist hefur á. Síðastliðið haust gerðum við undantekningu varðandi Grikkland en þangað sendum við ekki hælisleitendur jafnvel þótt mál þeirra séu þar til umfjöllunar einfaldega vegna þess að aðstæður og meðferð málefna hælisleitenda er ekki sem skyldi í Grikklandi. Í Noregi er hins vegar annað uppi á tengingnum.
Kv.
Ögmundur 

Fréttabréf