EKKI GEFA EFTIR Í VEGTOLLAMÁLUM!
Sæll Ögmundur.
Ég er þér sammála Ögmundur um að gefa ekkert í þessum
vegatollsmálum vegna nýlagningar þjóðvega í þéttbýli og gera um
leið fólki sem býr á Suðurlandi ókleyft að stunda vinnu sína sunnan
heiða vegna kostnaðar. 10% hækkun er boðuð 1. júlí í
Hvalfjarðargöngum vegna minni umferðar og þess að bæta hafi þurft
brunavarnir til að uppfylla ESB staðla sem kosti sitt. Þá eru
einnig uppi áform um gjaldtöku í væntanlegum Vaðlaheiðargöngum en
hvers vegna? Af hverju skal vera frítt í Siglufjarðargöng og
Vestfjarðargöng? Mér finnst fyllilega réttmætt að sporna við fótum
og banna hreinlega alla gjaldtöku í göngum þannig að allir standi
jafnfætis burtséð frá búsetu og ættu menn að muna Reykjanesbrautina
og tollhliðin þar.
Staðan í ríkisfjármálum er grafalvarleg og erfitt verk framundan
fyrir Alþingi að lækka kostnað að vel kæmi til greina sem
neyðarbrauð að banna öll verkföll næstu 36 mánuðina á meðan við
vinnum okkur úr skuldunum. Vel var gefið í síðustu samningum og
eigum við eftir að sjá fækkun starfa þeim samfara auknum kostnaði
og verðbólguskoti bara vegna innlendra vandamála og er þá gengið
krónunnar ekki tekið með. Sjáum Grikkland sem dæmi? Hvernig er
staðan þar hjá blessuðu fólkinu? Verkföll kröfugöngur slys á fólki
og dauðsföll í þeim atgangi og krafa ESB er að lækka laun um 20-30%
og kostnað í landinu til að verða samkeppnishæf á innanlandsmarkaði
ESB. ESB benti Írum vinsamlega á að þeir ættu falinn fjársjóð í
stóðhestum af forláta kyni sem þeir gætu selt á markaði og aflað
tekna?? Hvað skyldi ESB komi til þess telja eðlileg laun hinna ýmsu
stétta hér á landi við upptöku Evru? Sama og Pólland eða kanski í
efsta sæti með Þjóðverjum og velsæld þegnanna? A
pparatið í Brussel höfuðstöðvar ESB er eitthvert versta pólitíski
klúbbur sem til er vegna spillingar og þeirra ofurlauna sem þar eru
greidd. Hreingerningakonur þar hafa tæp 300 þús á mánuði og
öryggisverðir um hálfa milljón fyrir utan öll fríðindi
einkabílstjóra húsnæði hótel lestarferðir frítt fæði á dýrum
veitingastöðum. Góðar stundir.
Þór Gunnlaugsson