AÐ HRUNI KOMINN Júní 2011
Nú gefur heldur betur á bátinn. Þrír kraftakarlar sækja að þér
sem mest þeir mega. Þeir Villi, Vilmundur og Stjáni Möller.
Átaksmennirnir vilja veg, eða eins og sagt var í öðru
samhengi: Skrifaðu flugturn.
Nú vill svo til að ég hef þurft að fara á Selfoss um langa
hríð dóttur minnar vegna. Á leiðinni austur, og raunar á
heimleiðinni líka, hef ég verið að skima eftir mannfjöldanum
sem þar ætti að vera að vinna, ef trúa skyldi áróðri Villa,
Vilmundar og Stjána Möller. Ég skima og skima, en sé hvorki
tangur né tetur af mannmergðinni, sem þarna átti að vera.
Kannski mennirnir séu í...
Ólína
Lesa meira
Ég er mjög ánægður með störf þín sem innanríkisráðherra, og þá
sérstaklega herferðina sem þú og ríkislögreglustjóri settuð af stað
gegn glæpagengjum á borð við Hells Angels. Ég er mjög hlynntur bæði
því að lögreglan megi beita forvirkum rannsóknarheimildum gegn
þessum samtökum, sem ítrekað hafa brotið á mannréttindum fólks, og
sömuleiðis því að banna samtökin hér á landi. Og helst öll svipuð
samtök. Hins vegar finnst mér að það megi gera slíkt hið sama við
kirkjuna, bæði þá kaþólsku og lútersku þjóðkirkjuna. Það hefur sýnt
sig að sama hverju er haldið fram uppi á yfirborðinu, þá ríkir í
þessari stofnun mikil glæpahneigð og þá sérstaklega meðal þeirra
sem völdin hafa og þá er ...
Magnús Þ. M.
Lesa meira
6 spurningar þér, ÖJ, til umhugsunar: 1) Ert þú varðhundur
ríkis-valdsins ? 2) Ert þú nómenklatúru kommi ? 3) Ert þú minn
hræsnisfulli bróðir ? 4) Ert þú íklæddur kross-brynju bírókrata ?
5) Ert þú vonbrigði okkar nóboddíanna ? (innskot-þá ert þú af ætt
stalínista) 6) Ert þú sá sem kemur alltaf með messuklæðin, heilagur
á svip ... og vottar þá fyrir daufu aumingja-gæsk-brosi ... til að
ljá þannig skítverkum Skjaldborgar-stjórnarinnar tungulipran
trúverðugleik ???? 7) Mín sjöunda og því mikilvægasta spurning: Í
hvers og í hverra þágu ert þú að vinna Ögmundur Jónasson ???? Þú
ert ráðherra, fjandinn hafi það; hættu því...
Nóboddínn í öskustó ríkis-banksteranna.
Lesa meira
Ákæran er pólitísk, það er rétt. Það var Alþingi sem
samþykkti að ákæra fyrrverandi forsætisráðherra. Réttarhöldin sjálf
eru hins vegar ekki pólitísk. Réttarhöldin eru í samræmi við lög.
Skiptir í þessu sambandi engu þótt saksóknari væri
sjálfstæðismaður og verjandinn vinstri grænn. Að tala um pólitísk
réttarhöld er skot yfir markið. Önnur spyrna fór líka langt yfir.
Það var þegar fyrrverandi forsætisráðherra kenndi ykkur um ákæruna,
þér, fjármálaráðherra og óháðum þingmanni af Suðurlandi. Þetta
feilskot var óskiljanlegt í gær, en skýrðist nokkuð í dag, þegar
Ingibjargararmur Samfylkingarinnar sté sameinaður fram ...
Ólína
Lesa meira
Sagt er frá nýju lyfjafrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi í
fréttum fjölmiðla í dag. Sett verði þak á lyfjakostnað sjúklinga.
Fínt. En munu allir hagnast á þessu nýja þaki? Getur verið að til
standi að láta sjúklinga sem lagðir hafa verið ínn á sjúkrahús
borga á meðan þeir liggja inni? Þetta yrði mikil afturför og verður
að upplýsa um.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Seinheppnir útvegsmenn. Nú hræða þeir landslýð með því að 260
manns í nokkrum verstöðvum muni missa vinnuna þegar áhrif
kvótafrumvarpa ríkisstjórnarinnar eru fram komin. En hver hafa
áhrif núverandi kvótakerfis verið? Förum vestur á firði. Við
byrjum á Patreksfirði, förum á Tálknafjörð og svo á Bíldudal.
Flytjum okkur yfir á Þingeyri
og Flateyri. Núverandi kvótakerfið hefur tekið sinn toll af
þessum byggðum. Sama er upp á teningnum við Djúp. Í
Bolungarvík, í Hnífsdal, á Ísafirði og í Súðavík hafa áhrif
núverandi kvótakerfis verið hrikaleg síðustu árin.
Kvótatilfærsla frá Vestfjörðum hefur að vísu skilið eftir
nokkra milljarða í höndum einkaaðila sem hafa braskað með þá,
eða sett á bók. 1100 til 2000 störf hafa hins vegar glatast
í ...
Ólína
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum