Fara í efni

VEGATOLLAR OG ÍSFIRSK BÖRN

Nýjasta hugtak samruna ríkis og kapítalisma kom fram í svari við örstuttu kommenti mínu í gær hér á vefnum. Það heitir "flýtiframkvæmd". Það heitir ekki lengur "einkaframkvæmd" og ekki "komugjöld", heldur "flýtiframkvæmd". Ekki er að spyrja að kapítalismanum. Menn verða að skilja að annað hvort taka menn skatta eða menn "selja inn". Hvort vilja menn kerfi miðalda (og frjálshyggju) að stöðva menn úti á götu til að taka af þeim tolla og skatta eða nota nútíma-aðferðir einsog vask og bensíngjöld, sem allir greiða.
Vegatollar er álíka hugmynd og að ákveða að ísfirsk börn greiði skólagjöld, af því að þau vilja búa á Ísafirði.
Hreinn K.