AÐ HRUNI KOMINN Mars 2011
Ég sé að nokkrir vefmiðlar ... hafa tekið upp pistil
þinn frá í gær um árás Vilhjálms Egilssonar á Jóhönnu og ykkur
hin í ríkisstjórninni. Það er rétt sem þú segir að engu líkara
er en framkvæmdastjóra SA finnist hann hafa verið rekinn út úr húsi
sínu og hústökulið tekið sér þar bólfestu einsog þú segir. Síðan
vill "þetta fólk " ráða einhverju segir hinn brottflæmdi
Vilhjálmur. Hvílík ósvifni! En það hafa ekki allir skilið
fáránleikann í ólýðræðislegu ofbeldi SA. Í fréttum Sjónvarps þótti
fréttamanni eðlilegt að ...
Jóel A.
Lesa meira
það er rétt sem þú segir í pistli þínum um hótanir
framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann hefur í hótunum, ekki
bara við ríkisstjórnina. Hann hefur fyrst og fremst í hótunum
við launafólk! Ef ríkisstjórnin fer ekki að mínum vilja, segir
hann, fáið þið engar kjarabætur. Er þetta hægt? Hvers vegna spyrja
fjölmiðlar ASÍ og SA ekki út í lýðræðislegan rétt þeirra? Í mínum
huga er engin innistæða fyrir þessu valdi sem þeir Vilhjálmur og
Gylfi taka sér.
Sunna Sara
Lesa meira
Var að lesa óbótaskammir í þinn garð frá lesanda síðunnar,
Friðjóni Steinarssyni sem er með vægast sagt undarlegar
hugmyndir um vinstrimennsku. Þér er fundið til foráttu að standa
fyrir átaki gegn skipulagðri glæpastarfsemi, átaki gegn
ofbeldismönnum sem stunda mansal og líkamsmeiðingar. Hvers
konar rugl er þetta! Ég leyfi mér að þakka þér og öðrum alvöru
vinstrimönnum í VG að hlaupa ekki frá borði og halda róttækum
...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Tollararnir okkar í flugstöðinni eru hetjur í mínum augum fyrir
að reyna sitt besta í niðurskurði að vernda börnin okkar fyrir
eiturbyrlurum. E töflur og LSD er ekkert annað en rottueitur vegna
afleiðinganna við neysluna og ættu því í raun að vera sett á slíkan
lista hér og lögsækja sem tilraunir til manndráps og við getum bara
ekki horft fram hjá þessu með einhverjum silkihönskum. Þetta
andskotans eitur herjar á inngöngu í landið sem aldrei fyrr og eiga
strákarnir okkar í Keflavík og Reykjavík mikinn heiður skilið fyrir
...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...Þið viljið bara halda í völdin, látið t.d. mynda ykkur, eins
og þú, með brosandi flokksdindlaráðnum lögreglu og tollstjórum
Sjáfstæðisflokksins. Allt embættiskerfið er rotið, til dæmis
einungis einn hæstaréttarlögmaður, sem ekki er flokksdindill úr
spilltu íhaldi. Þið látið það viðgangast og takið með því þátt í,
að viðhalda óréttlætinu. sem ég flúði. Mér sárnar það ofboðslega ,
að horfa á, hvernig þróunin er, á vinstri hlið íslenskra
stjórnmála. Það hjálpar reyndar að horfa á þetta úr fjarlægð, þó
ekki sársaukalaust. Persónulega, hef ég t.d ekki áhuga á að koma
til landsins...
Friðjón Steinarsson
Lesa meira
Sótt er að Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráherra, vegna
mannaráðninga. Ekki er þar allt sanngjarnt....Jafnræðisregla
svokölluð er bara reglustrikuaaðferð til að hygla háskólafólki með
lengstan prófgróðulsita. Hitt sem ég vil nefna er svo
kvennafasiminn. Til að útrýma misrétti gegn konum, karlafasisma, er
búinn til nýr fasismi...
Grímur
Lesa meira
Þetta hefur RÚV, visir.is,smugan.is, eyjan.is og fleiri miðlar
ekki talið sér fært að birta. Líklega vegna þess að það hentar
ekki. Ég treysti því að þú birtir þetta, Ögmundur! Við
undirrituð kjósendur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í
Suðurkjördæmi lýsum yfir fullum stuðningi við störf Atla
Gíslasonar á Alþingi, framgöngu hans og trúmennsku við þær
hugsjónir sem hann var kosinn til að framfylgja. Við skorum á hann
að víkja hvergi af réttri braut og halda áfram
þingmennsku.....
Guðmundur Brynjólfsson
Lesa meira
Sæll aftur Ögmundur, Ég vil fyrst taka fram að ég er ekki einn
af þessum körlum sem er pirrast á konum og jafnréttislögum. Þvert á
móti ég er nánast femínisti eins og Atli. Eftir fjölmiðlaumfjöllun
gærdagsins (23. mars) sendi ég litla klausu um faglegar ráðningar
Jóhönnu en í dag bætir hún um betur og lét hafa eftir sér að engum
heilvita manni ætti að detta í hug að konur gætu brotið
jafnréttislög ...
Árni V.
Lesa meira
Ég horfði á Jóhönnu tjá sig um ráðningu á vegum
forsætisráðuneytis í 10 fréttum sjónvarps í kvöld (gærvöldi). Þar
sagði hún frá því að hún hefði hreinan skjöld og samvisku og hún
vissi ekki til þess að staðið hefði verið jafnfaglega að ráðningu í
forsætisráðuneytinu og einmitt í þessu tilviki. Þessi yfirlýsing
var gefin þrátt fyrir að ráðningin sem um var rætt gekk gegn
jafnréttislögum. Nú treysti ég mati Jóhönnu á þessu máli fyllilega,
enda veit ég ekkert um málið utan þess sem ég las í blöðunum í dag
(gær). Sjálfsagt hafa ráðningar í ráðuneytinu í hennar tíð ekki
verið jafnfaglegar og þessi. En þegar þarna var komið fékk ég svona
Dejá-Vu tilfinningu. Hafði ég ekki heyrt þetta allt saman ...
Árni V.
Lesa meira
Ég var að horfa á samtalið við Lilju Mósesdóttur, Atla Gíslason
og Árna Þór Sigurðsson í Kastljósi.
Ég vil lýsa yfir við þig kæri vinur, að ég er sammála Lilju og Atla
og hefði viljað að fleiri hefðu tekið sömu ákvörðun! Hver veit nema
að svo verði áður en langt líður. Það er algjör skömm af
núverandi ríkisstjórn og ekki hægt að líða svik hennar og
undirferli lengur í öllum mikilvægustu málum þjóðarinnar, já,,,,
jafnvel landráð! Vg er aðeins hjálparflokkur alþjóða kratanna
og virðist algjörlega afvegaleiddur. Það er ...
Helgi
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum