Fara í efni

SIGURÐUR KÁRI KVARTAR

Ansi er skemmtilegt að lesa um það á mbl.is í dag að þingmaðurinn Sigurður Kári kvarti yfir vanbúinni lagasetningu og kennir ríkisstjórninni um allt. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/01/25/vanbuin_lagasetning/  Þarna kvartar Sigurður Kári undan löggjgöf sem hann lagðist ekki gegn. http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=43029  Þessi vanbúnaður sem Sigurður vísar til liggur þá kannski að einhverju leyti hjá þingmönnum. Þá meina ég þingmönnum af þeirri sort sem telja starf sitt felast í því að samþykkja frumvörp eða helypa þeim í gegn ef þau virðast líkleg til vinsælda og kenna öðrum um síðar ef þau reynast ekki vel. Gæti verið að þetta dæmi sýni vanda stjórnkerfisins? Gæti verið að engin stjórnarskrá skili okkur sterku og sjálfstæðu Alþingi meðan þetta er viðhorf manna?
Árni V.