AÐ HRUNI KOMINN 2010
Reynslan af því að hafna Icesave er góð. Gengið hækkaði, vextir
lækkuðu, skuldatryggingaálag lækkaði, álversframkvæmdir töfðust,
sjálfstraust þjóðarinnar jókst. Þjóðaratkvæði um Icesave er
lýðræðisleg nauðsyn.
Hreinn K
Lesa meira
Nú er VG flokkur sem stendur fyrir umhverfisvernd. Hvernig
stendur á því að þið reynið ekki að auka almenna reiðhjólanotkun
landsmanna t.d. með því að fella niður tolla af reiðhjólum og lækka
virðisaukaskattinn sem er settur á reiðhjól.
NN
Lesa meira
Icesave samningurinn hlýtur að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á
almenningur að greiða skuldir óreiðumanna og einkafyrirtækja? Engin
lög segja að íslenskir skattgreiðendur eigi að greiða
innistæðutryggingar í Englandi og Hollandi. Nýja Ísland krefst þess
að þjóðin taki ákvörðun. Spurning mín er þessi: Styður þú ekki
þjóðaratkvæðagreiðslu um þennan nýja Icesavesamning Ögmundur? Já
eða nei...
Pétur
Lesa meira
Ef það er rétt hjá félögum þínum Jóhönnu og Steingrími að nýi
Icesave samningurinn sé nánast eins og sá gamli, þá bendi ég á að
þjóðin er búin að hafna þessum samningi. Mér sýnist þau aðeins of
dugleg í vörninni...
Hreinn K
Lesa meira
Til samgönguráðherra. Ég er aldeilis rasandi yfir ætlun þinni að
setja aukinn skatt á bifreiðaeigendur. Sú skattheimta kemur
hrikalega misjafnlega niður, höfuðborgarbúar geta mögulega dregið
úr bifreiðanotkun og notað strætó, en hér úti á landi er enga slíka
þjónustu að hafa og fólk þarf oft að sækja tugi kílómetra í vinnu.
Ofan á allan annan ójöfnuð sem ...
Bryndís Símonardóttir
Lesa meira
...Ég er algjörlega á móti vegatollum til að fjármagna
vegagerð!!! Þetta hefur verið notað í Bandaríkjunum og í
Kanada og sjálfsagt í fleiri útlöndum, en er mjög misheppnuð aðferð
til að fjármagna vegagerð og viðhald. Í Kanada hefur þessu
sem betur fer verið hætt. Gera sprenglærðu spekingarnir sér ekki
grein fyrir því að það mun taka að eilífu að greiða fyrir vegagerð
með vegatollum þar sem oft mun ekki koma inn fyrir kostnaðinum á
innheimtunni! Hefur enginn gert sér raunhæfa grein fyrir
raunverulegum kostnaði á...
Helgi
Lesa meira
...Jarðgangagerð undanfarin ár hefur verið á kostnað allra í
landinu og ekkert rukkað sérstaklega fyrir notkun á þeim. Nú er
verið að gera einhverjar sjálfsagðar vegabætur hér á
suðvesturhorninu og þá er gripið til vegatolla til að fjarmagna
framkvæmdina. Hvaða réttlæti er þetta eiginlega? ... Hver bað um
þessa framkvæmd? Vissi sá aðili að þetta væri fjármögnunarleiðin?
Hver er skoðun þín á þessu öllu saman?...
Gunnar Sigmundsson
Lesa meira
Þú hlýtur að þurfa að taka þig á þegar þú er beðinn um að birta
hatrammar skammir um þig einsog hér á síðunni frá einhverjum
NN sem sakar þig og þína samherja um að stunda skemmdarverk
(!)...Annars skrifa ég þér til að þakka fyrir að vekja
athygli á rangtúlkunum fréttaskýrenda
um Icesave...Atkvæðaskýringar Ásmundar Einars og Guðfríðar
Lilju sem þú gefur slóðir á í pistlinum opnuðu augu mín. Ég
ætla að þetta fólk lesi síðuna þína. Við þau vil ég segja...
Jóel A. (get upplýst að hef verið kjósandi VG
í öllum kosningumVG hingað til.)
Lesa meira
Á nú aftur að fara að rífast um icesave? Hvenær kemur að því
Ögmundur að þú og þínir líkar þagnið? Á mannamáli: Haldið ykkur
saman og gefið vinstri stjórn vinnufrið? Nóg er komið af
skemmdarverkum ykkar....
NN
Lesa meira
...Hvað ætla bankarnir að gera við seldar íbúðir sem þeir hafa
keypt á slikk langt undir markaðsverði og skuld eiganda við þá?
Þeir fá fullt af eignum á silfurfati en eru ekki tilbúnir að gera
neitt til afskriftar lánum sem eru á hálfvirði hjá þeim. Ekki meira
í bili, góða helgi og gleðileg jól. Einhverjir eiga ekki gleðileg
jól og þá hugsar maður til þeirra. Einhverjir á götunni, aðrir
standa í röð og bíða eftir mat og einhverjir að bíða eftir
kraftaverki.
Jóna Jóns.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum