Fara í efni

TÖPUÐUM EKKI Á AÐ BÍÐA

Það er náttúrulega fínt, að kjörin séu betri nú, en þau voru. Allt annað hefði nú verið "katastrófa", svo vægt sé að orði kveðið. Það sem mig langar hinsvegar að spyrja þig um Ögmundur er: Hver heldur þú, að sé orðinn kostnaður þjóðfélagsins (beint og óbeint), vegna þess þófs, sem var viðhaft á Alþingi á sínum tíma og síðan neitunar "Keisarans" á lögunum og eftirfarandi þjóðaratkvæðagreiðslu og nýtt samningaferli??
kv.
Snæbj.

Ég tel að kostnaðurinn sé enginn við töfina. Þegar á heildina er litið er ávinningur af henni! Ekki bar avegna þessað niðurstaðan úr Icesave er miklum mun betri. Það var gæfa okkar að AGS prógrammið dróst á langinn og þar með fyrstu lánveitingar í gjaldeyrisforða. Gjaldeyrisforðinn átti að ráði AGS að verða miklu hærri en að lokum varð eftir að menn tóku að ná áttum. Samkvæmt ráðagerð AGS hefði gjaldeyrisforðinn kostað okkur í vexti TUTTUGU MILLJARÐA Í GJALDEYRI Á ÁRI! Allt tal um að ekki hafi tekist að koma hjólum atvinnulífs í gang á Íslandi vegna Icesave byggir á málflutningi stóriðjusinna og engu öðru! Ísland á í erfiðleikum vegna bankahruns ekki Icesave.
Kv.
Ögmundur